WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

þriðjudagur, mars 15, 2005

Austfirsk sakamál...

Yndislegur var dagurinn í firði kenndur við Sinetu-lagið hans Bubba!
Sólin skein, fuglar sungu, menn á tali og stemmingin við bryggjuna engu lík.
Umferð var um götu bæjarinns og fólk í mesta sakleysi grínuðust með sveitaballið síðustu helgi með Á Móti Sól.

Bifreið PA 390 var einn af bílunum sem rúntuðu um götu bæarins þennan síðar afdrifaríka dag.

Kl.15:31 dró til tíðinda í bænum... -rán hafi verið framið!!!
Lögreglan stöðvaði bifreiðir sem voru á ferðinni.

Farþegar bifreiðar PA 390 sýndust furðu lostnir er lögreglumaðurinn Bjarni stöðvaði bílinn og bað ökumann þess að koma yfir í lögreglubifreiðina og svara nokkrum spurningum. Ökumaðurinn sem skulum kalla Harry, varð að ósk Bjarna.
Vinir Harry, sjóararnir John og Salomon fóru að hlægja enda finnst þeim gaman að sjá Harry í vandræðum, einn og hjálparlausann í höndum spilltra lögreglumanna.
En Harry stansaði ekki lengi við í lögreglubifreiðinni og sáu vinir hans hann koma út sposkann á svip og sýndi engin merki um hræðslu.. það sem skelfdi hins vegar John og Salomon var að lögreglumaðurinn snéri aftur með Harry að bifreið Harrys.
Harry beið fyrir utan en lögreglumaðurinn Bjarni opnaði ökumannsdyrnar og sagði dimmur í rómi við grunlausa John og Salomon er hann opnaði skottið á bílnum, að þeir ættu að sitja kjurrir er hann leitaði að ránsfengnum.
John vissi ekki sitt rjúkandi ráð og varð litið til Harrys sem sleppti ekki auga af Bjarna lögreglumanni, John leit þá aftur í, í farþegasætið á Salomon í leit að einhverjum skýrleika í þessari dularfullu leit lögreglumannsins en sá þá að Salomon var orðinn kósveittur glitraði á svitadropa á efrivör sem og enni.
John brá að sjálfsögðu og spurði hversvegna hann læti svona..
Salomon svaraði rómur í hálsi að hann sé bara með lögreglufóbíu og væri bara kominn í pani...-hann komst ekki lengra með setninguna því Bjarni var nú búinn að opna dyrnar að aftursætinu og byrjaði að leita þar...
Salomon gjörsamlega stífnaði upp og blikkaði ekki er hann starði niður á bringuna.
Hjartsláttur Johns jókst nú og vissi hann ekki sitt rjúkandi ráð. Hann spurði Bjarna í sakleysi sínu hvers hann leitaði. Bjarni svaraði hvasst: "nú ránsfengnum drengur!" John móðgaðist eitthvað við hvassheitin í lögreglumanninum og æstist upp og spurði: "já hverju var fokking stolið?" Bjarni svaraði aðeins rólegri: "slípurokki"!!
Harry fölnaði nú er hann stóð fyrir aftan Bjarna, enn úti og hafði ekki misst af einni einustu hreyfingu hjá lögreglumanninum.Hann rétti sig nú við og bakkaði aðeins frá bílnum, enda búinn að vera nánast í afturenda lögreglumannsins við leit hans í aftursætinu..
John byrjaði að hlæga og sjá mátti að hann var farinn að róast.. hann leit aftur á Salomon og ætlaðist til þess að hann myndi hlægja með sér, en Salomon var bara enn sveittari og hafði bara farið í trans fyrir 5 mínutum síðan og ekki heyrt neitt í lögreglumanninum..
John leit þá brosandi á Harry sem horfði tilbaka alvarlegur á svip eins og hann væri að reyna að segja honum eitthvað með augabrúnunum..
John snéri sér við, horfði bara á hanskahólfið og vissi ekki meir.. Vildi hlægja, en ástand vina hans kom honum úr gírnum..

Bjarni lögreglumaður reis upp, kvaddi og sagðist tala við þá aftur í vikunni...

Harry settist upp í bílinn aftur, Salomon ránkaði við sér og John var eitt spurningarmerki í framan...


Nú er Slípurokksmálið óleyst, lögreglan að rannsaka og bifreið PA 390 liggur undir grun...
-enda eini bíllinn á ferð á einu götu bæjarins!!

Hver er með slípurokkinn? Tók Harry smiður hann? Afhverju fór Salomon í panic? Afhverju sat John framí? Var Bjarni kannski að leita af einhverju öðru? Hver svaf hjá dóttir Bjarna? Er skammtíma minni Johns ónýtt? Mun Bjarni hafa samband? Eða dóttir hans??

Hvað haldi þið??

kemur í ljós...-eða ekki!!!!!!!
daram-daram... daram-daram-daram

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

john hér! það var harry sem reið dóttir bjarna og hann var að leita af henni í bílnum en ekki slípuroknum.

00:06

 
Blogger Erla Ósk said...

Je dudda mia! En spenno! Endilega latid mig vita hvernig thetta allt saman fer :) hahahahahhaa Magga thu ert snilldar penni! Enda ekki tviburasystir Lofunnar fyrir ekki neitt ;)

00:41

 
Blogger Magga Stina Rokk said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

08:18

 
Anonymous Nafnlaus said...

var þá dóttir bjarna týnd? var hun með slípurokkinn kannski.. voru þau Harry að byggja sér???

13:18

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hver þeirra hafði unnið í BYKO? Var Harry vinur Lofts sem hafði misst þvag í Zetor afa síns í sveitinni fyrir norðan...? Var þetta Bosch slípirokkur?

22:20

 

Skrifa ummæli

<< Home