WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

þriðjudagur, mars 22, 2005

Hálf 46 og lítur út fyrir að vera 23!!!

Gebba mín er 23 ára í dag!!!

Ég kynntist Gebbu 5 ára gömul, þar sem mamma mín (og Ólafar víst líka) fór í heimsókn til Drafnar stuðbombu móðir Gebbu.
Ég man ekki mikið eftir þessum örlagaríka degi en Gebba er sko með þetta allt á hreinu.
Hún segir að ég hafi verið svo feimin að ég hafi falið mig á bak við mömmu á meðan hún var að reyna að fá mig til að leika. -Hef komst að því að ég var alltof bældur krakki.
Þessi elska hefur á endanum náð mér til að opna mig og höfum við verið óaðskiljanlegar síðan...
-fyrir utan eitt sumar þar sem við fórum í fýlu útí hvor aðra vegna riskinga á einni fótboltaæfingu þar sem elskulega afmælisbarnið ætlaði ekki ekki að sætta sig við að ég komst inn fyrir alla vörnina í hennar liði á mínum spítigonsalis hraða, og var komin ein á móti markmanni, en hún tók strauið, hlóp á eftir mér og hrinti mér með öllu afli aftan frá þannig að ég náði ekki að skora!! Óli Stefán var þá þjálfarinn okkar og hafði engin tök á þessari blóðurgri æfingu...
Við sættumst svo ekki fyrr en fysta daginn í skólanum um haustið þar sem við máttum velja sessunaut og að sjálfsögðu settumst við saman eins og ekkert hafi í skorist...
Við höfum gengið í gegnum alltof skemmtilega tíma og ákváðum frá því við komumst að því að við myndum vera mömmur einn daginnn, þá 7 ára gamlar að við ætuðum að eiga börna á sama tíma og láta þau vera bestu vinir líka...
Eitthvað hef ég ekki alveg staðið við mitt og Gebba er á tíma með kall, barn væntanlegt í júlí og í byggingarhugleiðingum...
Þannig að ég verð heldur betur að fara að drífa mig í þessu svo að börnin okkar geti verið saman í bekk eins og planið var... Hef út mars og apríl... ekki er öll von úti enn!!

En já við vorum í fjórmenningarklíku með Ólöfu og Ingibjörngu a.k.a Löfunni og Böggu og vorum við Gebba ekki alveg að sætta okkur við klæðaburð þeirra á köflum!!
Við nutum lífsins og hlógum mikið... Við skildum ekkert í því þegar mæður okkar voru eitthvað að fussast yfir hva við værum rólegar í tíðinni og það mætti halda að það rynni ekki í okkur blóðið...
Við Gebba vorum alltaf svo sætar og saklausar, vorum til í allt en höfðum þann einstaka hæfileika að vita hvenær kennarinn myndi snappa og þögðum þá, en Ólöf og Ingibjörg héldu áfram, grunlausar, í skrípalátumum og lentu alltaf í geðveikisköstum kennaranna og sátu oftar en ekki eftir eða fóru í skammarkrókinn meðan við Gebba gengum prúðar útí fríminotur og héldum áfram að skemmta okkur þar frjálsar og að sjálfsögðu saklausar!!

Núna í kvöld verður fundur hjá fjórmenningarklíkunni...
Málin eru:
Erum við að verða fullornar?
Er komin tími til að þroskast?
Er þetta stelpa eða strákur hjá Gebbu?
Hvar finnur maður feðraefni fyrir okkur hinar?

Og svo er naglhörð keppni milli víkvennanna.. Magga og Gebba vr. Ólöf og Bögga í Mr.& Ms.
í hversu vel vi ðþekkjum hvor aðra!

En allavegna kossara og knús elsku vínkona og takk fyrir að vera til og vera svona ógeðslega skemtileeeeeg!!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

how nice

13:41

 
Anonymous Nafnlaus said...

já magga, þú varst hálfbæld ástin mín... en gebba var allt annað en bæld, kannski soldið spæld en samt vel útpæld...

ég var bara væld! hehe

mr and mrs við munum taka ykkur in the bakery, ef ekki herastubb:)

15:01

 

Skrifa ummæli

<< Home