Ný er sólin djúpt á Vogi...
-þetta var djúpt!!!
Jæja nú hef ég farið hinum megin á landið og tilbaka af hreinni ævintýraþrá og að sjálfsögðu að heimsækja yndislega Kongóbúa.
Sólný og Svenni eru yndisleg og það er magnað hvað er gaman að heimsækja þau...
Þau eru alltaf eiturhress og eru örugglega skemmtilegasta fjölskylda í heiminum...
Nú það spillti heldur ekki fyrir að vinur Svenna, Vignir nokkur frá Breiðdalsvík, tók á móti okkur á meðan Sólný og Svenni voru á listamannsæfingum..
Hann hugsaði alltof vel um okkur og enduðu við alltof hressar alltof lengi!!
Þessi maður var bara snilldin ein.. missti sig heldur betur og er án efa á topp 5 yfir þá fyndnustu sem ég hef hitt!!
Laugardagurinn var bara dekur og súludanskennsla. Laugardagskvöldið byrjaði með dýrindismáltíð og svo Listakvöldi þar sem maður sat og hlustaði á heimsfræga rithöfunda lesa upp úr meistaraverkum sínum sem var svooo fyndið!
En að sjálfsögðu tók það á að vera kjurr eftir að maður opnaði fyrsta bjórinn alltof mörgun klukkustundum áður!!
Sólný fór á kostum og sannaði fyrir öllum viðstöddum að hún er heimsklassa listamaður af guðsnáð!
Allir urðu sjúkir í hana, glæsileg, mögnuð einstök rödd og svo geislaði svo af henni!!
Hún verður bara að gera eitthvað við þessa hæfileika í framtíðinni, algört möst!!
Var allof stollt af henni!!
Niccolai ítalski rithöfundurinn var bara fyndinn líka og lékum við okkur með honum í svona myndavélaleik sem hver mynd var saga..
Heyrst hefur að hann hafi fundið næsta efni í sögu þarna djúpa firðinum, en hann er víst vanur að skrifa um skrautlegar persónur sem hann hittir á ferðalögum sínum!
En kvöldið endaði í trylltum dansi á Barnum og sveittu gítarpartýi eftir það!
Djúpivogur klikkaði ekki núna frekar en fyrriskiptin!!
Endalaust gaman...
Ekki meira að frétta nema að ég fékk 12 rétta úr tippinu!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Fokk afhverju gat ég ekki bara haft fokking einn enn réttann....
Hvað er svo sem 1 leikur milli vina guð??
En kemur víst næst (þetta er örugglega leiðilegasta setning sem sett hefur verið saman)!!
Ég myndi kveðja með einhverju frægu ljóði eftir frægu rithöfundina ef ég kynni eitthvað..
en ég kveð þá bara með hinum ódauðlegu orðum Einsa félaga sem var líka alltof hress á barnum...
...kleppur er víða!!
7 Comments:
Við erum fasteignasalar frá afdölum í leit að jörð til að kaupa hér syðra. Hann rennir reikningnum samanbrotnum að þjóninum. Við erum vistmenn á Kleppi, vinsamlegast hringið á lögregluna :)
magnaður andskoti, Viggi MAN var magnaður, súludansinn ódauðlegur, gítarpartýið fyndið as hell... kongó.. jamaica...YA MAN!
18:58
"hve segiru með að þú og ég gerum eitthvað DÁSAMLEGT í kvöld?"
-ódauðleg pikkupp lína ungs breiðdælings!!
haha
19:47
hehehe.. einmitt. Ég var aðeins byrjuð á ferðasögunni svona var titillinn minn! hehe.. Viggi var tær snilld frá A-Ö og úthaldið... alveg ótrúlegt.. ;) sakna hans eiginlega smá ;)
20:07
kongo er ekki svo cool hvenar ætli þið að átta ykkur á því?
20:46
nononohh...
u have beef for kongó or sommn??
21:43
ojojojojoj Vitiði hvað. Ég var búin að gera snilldar ferðasögu... Tæra snilld. Og geðveikt langt. Heyrðu.. þegar ég gerði skrá. Hvarf bloggið. Ojjj.. hvað ég var spæld.. Svo ég þarf að gera allt aftur.. geðveikt spæló... Ætla núna að venja mig að skrifa löng blogg í Word skjal fyrst... En ég reyni að gera aðra tilraun á morgun.
00:39
Kongó myndi ég seint telja "cool"..
-..bara fyndinn!!
-óheppin bjögga!!
08:07
Skrifa ummæli
<< Home