WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

föstudagur, apríl 22, 2005

Austfirsk hamingja

Hva er málið með austfirði?
Ég ELSKA austfirði!
Egilstaðir eru bara svo heillandi að það er ekki fyndið... og allir vegir þaðan eru fallegustu vegir á landinu! Svo eru allir austfirðingar hreinlega skemmtilegir...

Skrapp austur í gær að passa yndislegu frændu mína.
Byrjaði daginn á að lita og plokka Sólný pæju sem átti að vera mætt uppá Leifstöð kl 11.
Þannig að hún var mætt uppá Þórsgötu kl. 8...
(ég ný skriðin heim og óvenju hress miða við aðstæður!)
Horfði á Grindavíkur pjakkana keppa á móti eyja peyjum, fór 1-1, með konuklúbbnum (konur leikmannanna) mikið velt fyrir sér þeim sem eru á lausu, bara svona til að fitta inn í !!
Flaug kl 4, lenti um 5 og svo tók smá leit af bílnum við.. og svo smá leit að áttinni að Skriðdalnum..
Stoppaði á Breiðdalsvík, náði í eitt af börnunum mínum um helgina.. boðin í mat!
Keyrt á Djúpavog.. Leitað að restinni af börnunum..
Gaf þeim kóksopa (BAD MISTAKE) og svo reynt að svæfa þá í 2 tíma!!
Vaknaði, vakti þá, klæddi þá, mataði þá og skutlaði einum í skólann, setti spólu í tækið fyrir einn sem er veikur, en fann ekki dagmömmuna þannig að ég fæ að hafa 2 hjá mér í dag! :)
Núna bíður mín yndisleg helgi á congó í mömmuleik og eflaust hlegið mikið þar sem þeir eru bara snillingar!!
Næ í Ólöfu eftir smá á Eigilstöðum, farið í búð, og ætli mar fari ekki að skoða hús þarna þar sem ég ætla að búa þarna þegar ég verð stór!!

Annars ekki mikið meira að frétta, eða jú smá..
  • Er byrjuð að æfa fótbolta aftur.. mar hefur bara engu gleymt, drullu góð...
  • Búin að skrifa undir...
  • Einhvað ógeðisbarn klessti á Stjána minn þar sem hann var í sakleysi sínu að bíða eftir mér af æfingu í Eigilshöll, og svo bara keyrt í burtu!! Er ekki í lagi.. Fer vonandi beint til helvítis...
  • Fór á skemmtilegasta ball í heimi á lau eftir fegurðarsamkeppnina, þar sem b.t.w Teddy var flottust í heimi í kjólnum mínum og Petrúnella sigraði, enda hún flottasta ungfrú suðurnes ever (með Steinunni) Stuðmenn voru að spila í festi og Hildur Vala með þeim í fyrsta sinn, Grindjánar allir í skýunum yfir vel heppnuðu balli..(vonandi set ég inn nokkrar myndir bráðum)..
  • Óskar bró skifaði undir hjá Ipswich í vikunni(setti nokkrar myndir síðan þá)..
  • Við Ólöf fórum á skíði um daginn í Bláfjöllum, magnað veður, geðveikt færi og skíðakunnáttan endurnýjaðist sem og fíknin...

Núna ætla ég að fara að hugsa um strákana mína.. Pálmar komin með sængina sína með snuð og vill kúra hja mér við tölvuna.. nennir hann að vera yndislegur :)

Hamingjukveðja, ekki amma Magga heldur mamma Magga alltílæbleeees

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ætli við verðum þá ekki bara neighbours á Egilstöðum í framtíðinni.. Maður endar nú líklega þar :)

15:54

 
Anonymous Nafnlaus said...

það yrði náttla BARA gaman!!
haha so koma bara allir austur í heimsókn til Möggu og Dúnu..
hihi líst alltof vel á þetta!!
kýlum áetta ;)

17:49

 
Anonymous Nafnlaus said...

já, svo kemur lafa frænka með krakkaskara sinn og pantar pössun hjá ykkur meðan hún skellir sér á ball... díll??

19:01

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég hugsa að bróðir þinn hafi aldrei vandað sig eins við það að skrifa nafnið sitt......nema kannski þegar hann skrifaði fyrst aftan á debetkortið sitt !!!
Til hamingju með bróa !!

En hvar er mín farin að æfa fótbolta ? Líst mér á þig...stefni í skóna í haust með GRV !!

21:11

 
Anonymous Nafnlaus said...

ja segðu..það lak af honum svitinn!! haha
en er sooo stolt af honum

jú ég kem hlaupandi yfir í Grindavík þegar GRV byrjar, ekki spurning!!
En er með Fjölni núna...
-ég veit ekki sniðugt þar sem þetta er nánast hinum megin á landinu, en það voru ákveðin atriði sem fengu mig til að leggja keyrsluna á mig!! hehe

23:36

 
Blogger Erla Ósk said...

Ja, mamma Magga - thu stendur thig vel! By the way, linkarnir a myndirnar af thessum yndislegu strakum eru ekki alveg ad virka. Endilega lagadu thetta svo eg geti sed myndir af fallegu fraendum minum. Sjaumst eftir 6 daga!!!

23:55

 
Anonymous Nafnlaus said...

Isss heyra thetta ég hélt ad vid ætludum ad vera nágrannar í 101 í frammtídinni hehehe hafdu tad gott kv Bára

18:12

 
Anonymous Nafnlaus said...

Egilsstaðir eru málið Magga mín, reyndu svo að segja þinni ástkæru systir það líka!! Þið vitið hvað ég er að tala um;) hehe... Áfram Fjölnir og Súlan!

23:22

 
Anonymous Nafnlaus said...

haha já sko Bára það er nú doldið langt í að ég verði stór, þannig að við eigum góðan tíma í 101 eftir!
Og Gvendur hjartanlega sammála..og hún á eftir að koma til, beyglan!!
Og Fjölnir og súlan eru að meika það feitt þessa dagana!!

08:51

 
Anonymous Nafnlaus said...

Mikid rossalega lyst mer vel a thig Magga! Ekki laust vid ad madur fai vott af heimthra vid thessar fallegu lisingar. Ja og ætli vid endum tha ekki sem neighbours lika ;) Bara Hlin, ad heyra i ther, thad verdur nu komid eitthvad annad hljod i skrokkinn a ther thegar thu ert buin ad heimsækja mig i sumar. Og Gummo, skal! :)

14:00

 
Anonymous Nafnlaus said...

haha já Soffia mín, það væri ekki leiðinlegt!!
Við getum verið saman í saumaklúbb líka.. átt eiginmenn sem eru vinir og börnin okkar saman í bekk!!

Hvernig væri það..haha
Bára veit ekkert stundum..

09:52

 

Skrifa ummæli

<< Home