WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

sunnudagur, maí 01, 2005

Ipswich town story

Gaaaaman hjá mér um helgina!!!!
Skruppum frá landi ísins til lands englanna!!
Ástæðan: sjá hvar Skari bró mun búa næstu 3 árin!!
Ferðin: Flugum út (við Lafan) ásamt Óskari, Birni Orra (Fylkis fyr sem var að skrifa undir líka), foreldrum hans, umboðsmanninum Gulla og konunni hans!
Tekið var á móti okkur á vel merktri Ipswich rútu, við Ólöf so spenntar fyrir vinstri umferðinni að við fengum báðar að sitja fram í!! Vorum komin á Hótelið um 11 leitið, þar tóku mamma og pabbi á móti okkur sem höfðu komið frá Brussel fyrr um daginn!Náðum að klessa rútuna við komuna á Hótelið..hehe pínu fyndið...
So var fengið sér smá hressingu í setustofunni fyrir svefninn. Við Ólöf vorum svo spenntar fyrir helginni að við fórum bara uppá herbergi snemma til að ná þreytunni úr okkur..
Dagur 1: Vöknuðum við einhvað djöfulsins óhljóð.. Einhvað bíb frá reykskynjaranum inni hjá okkur, heiftarleg hátt!!
Fyrstu viðbrögð Ólafar að stökkva upp með kodda til að bæla niður lætin so við myndum nú ekki vekja aðra gesti..
Ég pollróleg með skýringuna á hreinu að þetta væri viðvörun á að það væri að verða loftlaust herbergið.. opnaði gluggan og fór að sveifla sænginni í átt að glugganum til að fá nýtt loft inn.. að sjálfsögðu virkaði það og óhljóðin hættu.. héldum áfram að sofa og vöknuðum svo við sólina og fuglasönginn úti.. hoppuðum í föt og fórum í göngutúr!
Hittum mömmu í "English breakfast" Óskar og Pabbi á æfingu..
við mæðgur pikkuðum Erlu syss á einhveri lestarstöð !!(hún flaug frá Bandaríkjunum)
Niðrí miðbæ, hittum Pabba og Óskar þar, famelý lunch (6-united gerist ekki oft)! Mikið gaman..
Verslað og hlegið.. cheers mate!!
Við systur út að borða um kvöldið og á næturklúbb meðan mamma og pabbi voru í welcome veislu með Óskari hjá liðinu!
Hrikalega fyndið...danskeppni þar sem ég tapaði feitt fyrir R&B drottningu vestursins og salsa lolípoppum frá suðrinu!!
Dagur 2: English breakfast, þar sem ég missti mig og ógleði einkenndi þennan dag..
(Reyndar var þetta einn sá misheppnasti dagur minn í mörg ár!!
Ofát í morgunmat, hvítt í nefi (leifar af maska sem ég setti á mig um morguninn sko...) , misstigið sig, strætó brjálaður út í mig fyrir að hafa næstum drepið mig, kall sem sá þetta skammaði mig, misheppnað snýt, og bara asnaleg í gegn)
Fótbolti út í eitt.. horft á 18 ára liðið (sem Skari mun spila með) vinna Arsenal 1-0, 8 ára pjakka á æfingu sem létu mann velta fyrir sér hva mar hefur verið að gera í boltanum öll þessi ár...
Ipswich - Crewe 5-1 bara gaman!
Dressað sig upp, dinner á Hótelinu og so down town Ipswich!!
Dagur 3: Vaknað, passaði mig núna á English breakfastinu, smábátahöfn með Íslendingunum, fáranlega gott veður, sest niður í drykki, rölt meira, og svo borðað öll saman á Pizza Hut!
Mikið hlegið og gaman..
Komið til Íslands um 23!!
Magnað hva var gaman í flugvélinni líka...
...eeeertu hrædd við MÖÖÖÖÖÖMMMMU ÞÍNA!!!!!!!!!!!!!!

Takk mamma og pabbi fyrir skemmtilega ferð,
allir samveruvinir takktakk, voruð mögnuð!!
Setningar helgarinnar:
Lets make like tree and leaf!!
Are you finishd' ? Nó æm æslandik!!
Stundum er bara betra að senda SMS
Maður hleypur út ef að reykskynjarinn byrjar!!
Þú ert tiltölulega heill miðað við svona systur!!
Cheers geysers!!!

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sko, Malcolm sagði mér að þetta hefði verið þér að kenna að rútan klessti á, þú áttir að láta hann vita að svona stór rúta myndi ekki passa undir svona lítinn inngang. Magga!!!

15:24

 
Anonymous Nafnlaus said...

Já af því ég er svo rosalega raunsæ alltaf!!
Ég er metra-firt eins og þú ert tíma-firt!!
Hefðum kannski átt að fá einhvern með heilan heila þarna frammí, ekki svona systur sem þurftu að deila sínum!!

15:32

 
Anonymous Nafnlaus said...

Takk Margrét mín sömuleiðis, þetta var sko baara frábær ferð - þið systurnar eruð ráðnar skemmtistjórar fjölskyldunnar héðan í frá!(Hmm, þá þarf sennilega að búa til fleiri utanlandsferðir?)
Mamma.

21:36

 
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha oh mamma þú ert soooo nösk!!
Eigum við að segja 3 fyrir jól og málið er dautt!!
Næsta er menningar ferð til Ítalíu þar sem ég get verið túlkur og guy-magnet, so Sólarlandaferð til Mexícó þar sem Ólöf verður túlkur og sagnfræðingur, og að lokum verslunarferð til Minniapolis þar sem Erla hagfræðiperla fer með okkur í allar helstu hagstæðu búðirnar og shoppum til við droppum!!!

Ekki slæmt ha??

19:31

 
Anonymous Nafnlaus said...

erla hagfræðiperla
-hahahahaha

15:44

 

Skrifa ummæli

<< Home