No comment
Já allt á fullu hér í Vísi og tilhlökkunin engri lík fyir afmælishátíðina!
Grindvískir skemmtikraftar Vísis eru búnir að æfa langt fram eftir kvöld eftir kvöld til þess eins að láta Húsvísku, Þingeyrsku, Djúpavogs og sjómanns skemmtikrafta Vísis líta illa út!!
Nei nei bara til að vera með besta showið!
Þannig að þetta verður bara gaman, og gaman að sjá aðra Vísis vitleysinga í hörku gír á Brodway!
Fyndið að núna í morgun hringdu fréttamenn SORA tímaritsins "Hér og nú" og spurðu hvort þeir mættu ekki senda ljósmyndara á svæðið til að mynda gleðina!!
Mér fannst þetta bara fyndið, því hér á kaffi stofunni er ekki talað um annað en hvað fréttamenn þessa Ógeðistímarita svífast enskis, þá erum við að tala um Séð og heyrt (eða eins og pabbi kallar þessa Sleikt og Slefað), DV og svo það nýasta og glataðasta af öllu Hér og Nú!!
Sjáiði ekki fyrir ykkur myndir af okkur hér á skrifstofunni og fyrirsagnir á borð við:
Ólöf dóttir framkvæmdarstjórans dillir rassinum framan í ljósmyndara....
Blossar á dansgólfinu ; Ástrún Jónasdóttir á fullu á dansgólfinu umkringd sjómönnum Vísis...
Pétur Pálson reyndi að hella eiginkonuna fulla....
Maja skrifstofudama dansar uppá borðum...
Þetta yrði bara fyndið!
En við að sjálfsögðu neituðum þessari beiðni og báðum þá vinsamlegast að halda sér sem fjærst okkur, öryggis þeirra vegna!!
Haha það sem maður lendir ekki í...
Allavegna farinn að kaupa föt og ná í nýja debetkortið mitt, gamla rann út í gær, aldrei lent í því áður, ekki einu sinni með startkortið..alltaf náð að týna því á undann og fá nýtt!
En alltaf er allt fyrst...
Be good
3 Comments:
mundu ad kíkja á verdmidan thad væri ekkert svo vitlaust hehe. kisskiss frá dk.
18:43
haha startkortið, jiiiiiiiii ég man hvað maður var spenntur að nota það í fyrsta sinn og maður þurfti ekki að fara út í banka og fylla út svona rauðan úttektar-miða, og ef maður nennti því ekki sjálfur þá fórst þú og gebba bara fyrir mig...
08:25
emin http://www.netknowledgenow.com/members/Bariatric-Surgery.aspx osteopathic http://www.netknowledgenow.com/members/Electric-Blankets.aspx strait http://reggelsen.dk/cs/members/Furnace-Filters.aspx dredging http://reggelsen.dk/cs/members/Vending-Machines.aspx stainless http://reggelsen.dk/cs/members/Kitchen-Cabinets.aspx dusty
17:10
Skrifa ummæli
<< Home