WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

mánudagur, júlí 25, 2005

Mögnuð útivistar-helgi!!

..er hérna á firðinum sem kenndur er við Eskju.
Þetta frábær helgi hjá okkur. Kom hingað á föstudag, fór í pottinn, synti og fór í gufu 3x þangað til Jói var búinn að vinna. Svo var bara tekið því rólega, snemma að sofa. Farið á Borgarfjörð í sólina, sitið og spallað, smá upphitunar-ganga, kíkt á ættarmót til Arnars-famelíu, merkis fólk þar á ferð, svo var spilað 10 útá palli til að verða 11 með heitt kakó og kósý.
Ræst kl 10 til að fara ganga, morgunmatur og svo bara lets' go!!!
6 tíma ganga takk fyrir og túkall með Arnari og Linda Björk frá Vatnsskarði yfir í Stóru-Urð og niður í Njarðvík, þar vorum við búin að parkera einum bílnum.
Þvílíkt fallegt þarna. Við vorum alveg að missa okkur yfir dýrðinni og svo var veðrið líka svo fallegt að það var bara bullandi hamingja.
Við Jói fengum okkur barasta bjór og pízzu á pallinum í Fögruhlíðinni hér í sólinn á eskifirði í gærkvöldi þegar við komum heim, enda áttum við heldur betur hresssingu inni eftir alla gönguna.
Takk Arnar og fjölskylda fyrir okkur, þau eru sko höfðingjar heim að sækja.
Nú erum við Jói uppí sundlaug, ég er að gera upp hug minn hvort ég vil fara í sund eða að lyfta...
svo kem ég heim í kvöld og hef 3 daga til að græja okkur alveg fyrir Þjóðhátíðina góðu!!!
Öss bara 4 dagar... ég hreinlega iða í skinninu!!! :))))

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh hvað ég öfunda ykkur :(.... hummm ég er ekki að fara... ojojojojoj.... :( :( ég er ekki að meika það.. Annars takið þið bara á þessu fyrir mig stelpur, er það ekki??

13:56

 
Anonymous Nafnlaus said...

úff... ég er alltof spennt orðin fyrir eyjum... hvað segiru um hitting í vikunni... hef svo mikla þörf fyrir að tala núna... stelpan þarf að deila smá með þér, skiluru...! ;)

15:31

 
Anonymous Nafnlaus said...

SIGRÚN???? ERTaðGRÍNAST?? -ekkert rugl... það er alltaf hægt að komaá síðustu stundu, ekki gleyma því kona!! Allur dalurinn vill fá þig!! :) Svo ertu líka boðin i afmæli þarna á laugardaginn! Jói á afmæli og ætlar að halda uppa 25 árin í dalnum, fólk þarf bara að koma með vínið sjálft..gerum ráð fyrir að allir mæti!!;)hehe

Já Linda, nefndu stað og stund and I'll be there!! Hittingur er alltaf möst!! Já ég er orðin spennt..Og svo þarf líka að smakka túborgin í ár, sjá hvort hann sé ekki jafn góður núna og svo oft áður... bara til að vera safe fyrir eyjar sko!!! hehe

23:33

 

Skrifa ummæli

<< Home