Dagskráin...
Svona var síðasta vika...
Mán-fös vinna 9-15.
Fös kvöld fór í að setja saman allt dótið sem við keyptum í Ikea um daginn. Kom á óvart hvað það var gaman...
Lau vinna 9-18 og komið heim í poppfnikinn hennar Ólafar sem var að reyna losna við þynkuna..
Fórum út að borða á Ruby Tuesday með Ólöfu, Eyþóri og Ingibjörgu,Eggerti og Teddy (Teddy ekkert smá rómó og kom elskunni sinni á óvart með að skutla honum óvænt í flugtíma, þannig að Eggert var bara að fljúga rellu rétt fyrir matinn)!Svo fórum við Jói heim í háttinn og passa Eyþór þar til hann mátti hitta Ólöfu og Ingibjörgu í afmælinu hjá Sigga!
Gáfum honum að drekka og lékum við hann Trivial þar sem hann tók okkur í nösina.. var mjög stilltur samt fyrir utan nokkur egóköst!!
Sun vinna frá 10-16 brunað í Grind og horft á okkar á móti Framörum sem voru svo hallærislegir að syngja leiðinda lög um hver vildi kaupa stúkuna(eitthvað bukk sem kom í fréttablaðinu)!! Við gætum líka sungið svona um alla ef við fengum bara þjóðarleikvanginn á silvurfati frá Reykjarvíkurborg... það minnsta sem þeir gætu nú gert er að vinna leiki!!
En nei það dugar þeim víst að syngja niðrandi lög, því við unnum örugglega 3-1!! wuhuuuu
Haldiði svo kjafi framarar!!!! Svo var dýrindis matur hjá mömmu eftir að við Jói fengum að leika okkur við Golla litla hennar Anítu!! Svo mikið rassgat ohh og alltaf glottandi svona eins og mamma sín!! (æ þið vitið svona eins og Aníta gerir alltaf, hlær svona útundan sér með öllum hausnum) haha geðveikt fyndið!!
Allavega góð vika
Svona lítur þessi út:
Mán: frí uppá Nordica en vinn uppí Vísi, LOL í FB byrjar í kvöldog við Silla Banks erum readdy!!! wuhu
Þrið:Ætla plata Laufey snyrtipíu að lyfta eldsnemma, því svo erum við að fara á Clarince námskeið allann daginn!
Fyrsta Tækwondó æfingin mín kl.18!!! Shiiiittt
(erum að fara nokkur úr vinnunni og svo kemur Ingibjörg líka með mér... hahaha verður baaara fyndið!! ) Ætla sem sagt að afa Tækwondó á þriðjudögum og fimmtudögum í ár!!! mahahah
Mið: vinna frá 14-21
Fim: Spákona kl.12-13 og svo vinna frá 14-21 (missi af Tækwondó æfingu)
Fös: vinna frá14-21 og kveðjupartýið hennar Ólafar heima hjá Ingibjörgu.. fyrst bara stelpur svo meiga strákarnir koma eftir það...
Lau: Skutla ólöfu uppá flugvöll, kveðja og grenja... svo eldar Jói og huggar mig um kvöldið- kannski jafnvel kíkt á Ljósanótt(aldrei gert það áður)!!
Sun: Skírn hjá minni ástkæru bestu vinkonu Gebbu!!!
Með fyrirvara um að gleyma einhverju...
P.S Ástrún lofa að koma með myndir af vinum mínum frá Hollywood innan skamms
og allir aðrir.. MENNINGARNÆTUR MYNDIRNAR koma vonandi ýkta fljót!! Brilla myndir!!! hahahahahahhah
5 Comments:
já takk fyrir að passa hann þrátt fyrir að hafa verið með 150 kall á tímann :)
p.s. maður á aldrei að fara í trivial við svona tappa.. þeir gera ekkert annað en að lesa spurningarnar fyrir svefninn og þykjast svo alvitrir.
piff.
11:42
Já sorglegt eiginlega!!! Ég myndi ekki vilja vita eitthvað svona..
Hvað eru margar svartar nótur á píanó???
En ég vissi samt hver var Íslandsmeistari í karate kvenna árið 1991!! -Jónína Ólsen..
Svo vissi ég líka margt annað en náði bara ekki að segja það því Eyþór var stokkinn uppá borð og byrjaður að öskra.. (gáfum honum e.t.v of mikið að drekka)...
11:52
hahaha jónína óslen... tek að ofan fyrir því how on earth manstu eftir-nafnið hennar???
já skamm skamm fyrir að fylla barnið svona...
14:41
jæja. það er aldeilis. Geinilega stuð hjá þér í vinnunni. skemmtilegt plan fyrir vikuna. Ég sé það að maður þarf að taka frá föstudagskvöldið ;)
17:22
Heldur betur bjögga mín.. og bara allir sem vilja kveðja stelpuna!!!
23:46
Skrifa ummæli
<< Home