Hva segiði gott sykurpúðar??
Er bara ein heima að bíða eftir að einhver heimsæki mig í fínu nýþrifnu íbúðinni minni...
Fór i Aroma bað (notaði ylang ylang ilmolíu og jojoba..-virknin er: róar miðtaugakerfið, slakandi, lækkar blóðþrýsting, eykur sjálfstraust og er kynörfandi...úhúuu)...
Setti á mig allan pakkann sem við fengum í gjöf á námskeiðinu um Clarinsevörurnar í dag(fyrir vinnuna) maska, Stuborn cello body gelið, body krem, rakakremið fyrir andlit og svo rakakremið með sjálfbrúnku yfir það!!
Er núna komin í þægó heimafötin mín og tók sjálfan mig í fótsnyrtingu, setti næringu í hárið, setti hvíttandi krem á tennurnar og er nú að kæla augnmaskann minn í frystinum sem ég svo set á mig á eftir og slaka á!! Æ Já tók bara allann pakkann á þetta víst ég var á annað borð að dunda mér... :)
Fór í skólann í gær og var ekkert smá spennt.. búin að gera lærdómshornið mitt geðveikt fínt líka...Ég og Silla fórum náttla á kostum eins og alltaf þegar við erum saman í skóla!
Geðveikt gaman að henni...Erum sem sagt að taka LOLið og Heilbrigðisfræðina í kvöldskóla FB, ýkta gaman!! Fínir kennara og allt, verður bara á mán.kvöldum frá 6-10
Þannig að veturinn verður þéttskipaður mjá manni... vinna,lyfta,Tækvondó, skóli og svo vinna uppí vísi þar á milli!!
En var víst trufluð og þarf að fara ná í Jóa uppí vinnu..öss!!
En efað Fjóla Kristín snyrtifræðipía les þetta á þá á hún að hitta mig, Sillu og Ósk, hinar snyrtifræðipíurnar á kaffihúsi á fimmtudaginn.. um hálf 10!!! Erum ekki alveg búnar að ákveða hvar strax!! Shit get ekki beðið eftir að hitta þær.. við vorum óaðskiljanlegar í Snyrtiskólanum og svo er maður bara ekkert búin að sjá þær í ár...ÁR!!!!!!
Hlakkar alltof mikið til wíiiiiii :)
ok er farin að ná í kallinn....seeya
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home