WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

mánudagur, september 19, 2005

What a weekend...

Leikurinn var náttla bara snilld, þvílíkur verkur í hjartað.. mæli ekki með því að lifa sig svona inn í leiki, nema vera 100% á sigri!!
Sigur var það og fagnaðalæti Grindvíkinga voru engu lík.. ekki frá því að við höfðum fagnað meira en FH-ingarnir sjálfir!!
Svo var bara farið beint í að græja sig..
Farðað frænkurnar, og Gebbu og mættum svo vinkonurnar eins og venjan er klst. of seint!
Maturinn æði og skemmtiatriðin enn betri, þar sem systurnar og frænkur mínar, Sólný, Svanhvít og Stína Páls sungu með Ragga Bjarna, "Flottur jakki, twit twít twít", "Ég fer í fríið" og fleiri snilldarsmelli frá kappanum.
Leikir og skemmtilegheit..
Og verðlaunaafhending:
2.fl.kvk: Bentína best, Dína mestu framfarir og Katla Sif(frænka) markahæst
2.fl.kk: Þorfinnur bestur, svo man ég ekki alveg hver fékk hvað en Emil og Einar Helgi fengu rest!
Meistarafl.kk: Bestir 1.Paul 2.Róbert Nistroy 3. Óli Stefán,
Markahæstur: Keli og Eyþór Atli efnilegastur!
Svo kom bara ballið, eftir smá heimsóknir þarna á milli...
Ballið var ólýsanlegt! Magnað!!!!! Stórkostlegt í alla staði..
Það var svoooooooooooooooooooooooooooo gaman!
Ætla að láta myndirnar tala sínu máli.. á miðvikudaginn!!
Check it out þá!!
Það sem stendur uppúr: Ammælisbörnin: ég Agnes og Jónas fórum uppá svið að syngja með Helga Björs lagið "Förum alla leið"
Dansarnir uppvið sviðið.. dansarnir uppá borðum, dansarnir á klósettunum og dansarnir uppá stólum og dansarnir við barinn!!!
Össs það ætti að banna svona mikla skemmtun!!
Tókum reyndar þjóðhátíð á þetta og vorum farin heim um 3-4 leitið!! Vorum bara orðin svo sátt og södd á gelðinni, það var ekki hægt að hafa meira gaman!! (fyrir utan að maður var orðin frekar skrautlegur) hihi
Ammælisdagurinn góður sofið til 14, blessunarlega engin þynnka,farið í Lónið,heimsókn til Gebbu,sameiginleg veisla hjá okkur Sólnýju, og svo bara heim í heiðardalinn!!
Annars vil ég núna bara óska Grindvíkingum til hamingju að vera til, ég elska ykkur öll!!
Svo vil ég líka óska ElínTinnu frænku til hamingju með ammælið og bílprófið..
Svo náttla öllum þeim sem áttu ammæli sama dag og ég...vó þeir voru sko margir:
Jónas Þórhalls (pabbi Gebbu og formaður UMFG)
Agnes P. (pæja),
Pétur pabbi hennar,
Marcó syni Jankós,
Agnes í vinnunni,
Sighvatur frændi,
Peta hans Frímanns,
pælí ég er að gleyma Ólöfu tvíbura..jjjiiiiii svona fer ólöf ef þú ferð svona frá mér.. skammastu þín.. endilega segiði mér ef fleiri eiga ammæli á þessum degi, er að safna:)
Allavegna sofna með bros á vör fram til jóla, með þessa helgi í huga!! :))))))))))
Þetta var magnað!! Takk fyrir takk
(p.s týndi símanum mínum á föstudaginn.. verð bara með 862-0363 á meðan (Jóa sími) ég redda öðru korti!! )
Ég vil fá krassandi sögur af ballinu...
ég byrja:
Heyrst hefur að Óskar Hauks og Óðinn séu að verða svilar.....
Utanbæjarstrákar hafi verið heillaðir af fegurð grindvíska kvenna og fjölmennt a ballið...
Arnar fór á kostum á pöbbanum eftir ballið...
Að grindvíkingurinn í Ingibjörgu vex með hverjum deginum...
Að Ágústa hafi flogið á hausinn...
Við Gebba erum farnar að drekka Lýsi frítt..
hihihihi

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

'Good man' fails at latest attempt
HALIM SAID KUALA LUMPUR 'Good man', who posted seditious messages on two blogs last week, is unrepentant.
I really like your blog. I will always visit here..

I have a start online business site. It pretty much covers start online business related stuff.

Come and check it out if you get time :-)

07:38

 
Anonymous Nafnlaus said...

ballsögur takk!!!!

21:36

 
Anonymous Nafnlaus said...

SNILLDARBALL frá A-Ö. Ég er strax farin að hlakka til körfuboltaballsins. Þú varst æði með Mækinn. Gull mækinn stendur fyrir sínu já og svo varstu flottust á sviðinu með helga Björns. Ekkert nema snilld. ;) Ég fer að bloga fljótlega. Hlakka til að sjá myndirnar
Hafðu það gott, Bjögga

22:39

 
Anonymous Nafnlaus said...

Takk Magga mín:D Sömuleiðis!:)

14:29

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hver er sigga Hauks i grindavik??
einhver?? þetta er einhver aðflutt er það ekki?? annars ætti ég að vita þetta!!!

15:23

 
Anonymous Nafnlaus said...

MAGGA
Hvar eru myndirnar af ballinu-við bíðum spenntar hérna á skrifstofunni!

12:45

 
Anonymous Nafnlaus said...

Þú hefur verið klukkuð.....

16:46

 
Anonymous Nafnlaus said...

ohhhh ekki aftur... já er smá vesen á að koma þeim inni tölvu set þær inn hið fyrsta.. p.s mæja það er geðveikt sæt mynd af ykkur Leif í danskeppninni!! :)))

17:27

 

Skrifa ummæli

<< Home