WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Enn eitt sunnudagskvöldið..

-síðast þegar maður vissi var mánudagsmorgun!!
Ég verð orðin fertug áður en ég veit af...
Helgin var fín, föstudagskvöldið var eytt í Ikea að kaupa það sem manni datt í hug, örugglega fyrsta skiptið þar sem við Jói fórum ekki að rífast. Ótrúlegt hvað sumar búðir draga fram illskulega hegðun í fólki!! En þetta var nú bara skemmtilegt og meira hlegið en grátið!
Svo var það út að borða á Vegamótum og svo heim að græja og gera.. humm humm humm, sofnað fyrir allar aldir!
Þrátt fyrir það náði ég að sofa yfir mig þar sem ég átti að vera mætt í vinnuna kl 9! Mín vaknaði 08:59 og náði að vera mætt 09:15 og kúnninn í stólinn og svo var þéttbókað allan daginn þar sem ég náði varla andanum til kl. 18! Þá var sá dagur búinn og mátti ég til með að heimsækja systurnar háværu hans pabba á hótelherbergi 809, þar sem var verið að halda uppá afmælið hjá Grétu! Svo var bara farið heim, jafnað sig, borðað, smá sippukeppni við Jóa og boxkeppni, þar sem ég vann vegna svindla hjá Jóa, sem hélt við værum í resling og endaði með að pota í augað á mér! Með hálfa sjón tók ég á móti Dúnu og Ingibjörgu, spjallað kíkt niðrí bæ, Pravda, Ara, Hverfis, Pravda, Vaffla, Þórsgata! Ég náði ekki að redda Dúnu en það kemur bara næst´.. ég hef fulla trú á essu ennþá!!
Dagurinn í dag var svo bara næs, setið klukkutímum saman á Sprengisandi að ræða gærkvöldið, fortíðina, framtíðina og gáttast á kynlífsvenjum ungra krakka í dag sem hafa fengið viðurnefnið "kynlífskynslóðin"!! Það er náttla roslalegt!!
Svo var misst sig yfir fótboltanum og pantað Nings.. Man. utd. vann flottan sigur á chelseamönnum, svo horft á Real Madrid vinna 1-0 á móti Real Saragosa, svo núna var Inter að klúðra leiknum sínum í 0-0 og Barcelona að vinna 3-0!!
Já næsta vika held ég að verði bara fljót að líða og svo er planið að skreppa norður að kíkja á Tvibbana Þórsdísi og Kristínu og að sjálfsögðu á snillinginn hana Dúnu!! Ingibjörg verður víst farin til Köben að versla þannig að hún kemst ekki með!!
Talandi um Köben er ég geðveikt ósátt við alla sem fóru á Sálarballið þar um helgina og tóku mig ekki með!! En þakka samt Ágústus maximus frænku fyrir að hugsa til mín og hringja og leyfa mér að hlusta á brotabrot úr laginu "Hjá þér"...
Jæja er farin að safna kröftum fyrir vikuna, heitt bobble bath og hlý náttföt með maska á smettinu að horfa á 13 going 30.. hahah Lóa myndi æla á mig núna!!! hehe
Sé ykkur

6 Comments:

Blogger Erla Ósk said...

En kosi!!! Thad vantar thig sko herna i Minnesota... nu er bara ad stokkva a naesta odyra far sem finnst og tha er allt i guddi:)

Hafdu thad gott elskan
kv stora systir

00:48

 
Anonymous Nafnlaus said...

ja ekki málið!! Veistu hvað mig langar að vera þarna!! Þegar ég talaði við ykkur þegar þið voruð í outletunium í Albertvilleg í gær hélt ég að ég myndi deyja!!
Það er svooo gaman að versla, hvað þá þegar að dollarinn er undir 60!!

14:42

 
Blogger Bibba Rokk said...

Blessuð Magga - gaman að sjá þig í Bootcamp í morgun. Annars vildi ég bara láta þig vita að harrsperrurnar verða jafn slæmar í lok þessa 6 vikna og í upphafi. Ég er búin að vera með harrsperrur í öllum kroppnum síðan í júní.

14:24

 
Anonymous Nafnlaus said...

Kítlikítl
Tékkaðu á síðunni minni. þá sérðu hvað ég meina ;)

18:41

 
Anonymous Nafnlaus said...

ja blessuð sömuleiðis skvís!!
Þetta bootcamp er ekkert eðlilegt, ég tek að ofan fyrir þér að halda svona áfram... uss en við eigum víst hrós skilið.. erum obboslega duglegar!! ;)
p,s náðuru tímanum????

01:07

 
Blogger Bibba Rokk said...

Rétt náðum að klára með herkjum og 2 mín yfir tímann :) - fékk líka massa harrsperrur í magann eftir að hafa gert magaæfingarnar á tvöföldum hraða.

18:29

 

Skrifa ummæli

<< Home