WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Helgarpistill

Helgin var bara hin ágætasta miðað við vinnuhelgi.
Föstudagurinn var tekið á móti helgargestunum og voru það að þessu sinni austfjarðarsysturnar, Þórdís, Kristín og Konný Bjargey..
Alltaf gaman að fá þær í heimsókn (sérstaklega ef þær verða yfir sunnudag, því þá er nammidagur hjá þeim og þær kaupa fullt og fullt af nammi.. -svona svipað og við systurnar..og það er sko ekkert smá)
Allavegna, á laugardagskvöldið var svo búið að plana 75 ára afmælið hjá afa Jóa. Það var ekkert til sparað og leigt heilt herbergi á veitingarstaðnum Við Tjörnina(sem reyndar rétt rýmdi fyrir 14 manna borðinu okkar og gat bara einn staðið upp í einu-en mjööög kósý).
Þetta var æðislega gaman og fallegar stundir (eru það alltaf þegar þessi fjölskylda hittist), þakkarbréf lesin, söngvar sungnir, hlátrar skella og tár falla.
En eins og ég sagði æðislega gaman, (þrátt fyrir skot á ógifta barnlausa parið sem eiga löngu að vera búin að þessu..-miða við gamla tíma..vil ég meina). Þarna var opnað í fyrsta skipti fyrir jólin þar sem flestir fengu sér Jólamatseðilinn, 4 rétta máltíð! Þannig að nú má bara fara að setja jólaplötuna á diktarfóninn baka gafflapiparkökur og svo það nýjasta sem við Jói ætlum að prófa og það er að baka SÖRUR!! Hafði aldrei smakkað svona fyrr en fyrstu Jólin mín fyrir austan hjá Jóa (vó komin 5 ár síðan.. shit hvað þetta líður hratt), fannst það ekkert sérstakt fyrst en svo með hverju árinu kann ég betur og betur að meta þær, svo núna langar mig eiginlega í þær í hverri máltíð, með laufabrauði kannski líka, fram að Jólum allavegana!! :))
Oh okey er að missa mig aðeins í jólaandanum, en eitt er víst að ég ætla að njóta Jólanna í ár, þrátt fyrir lítið sem ekkert frí!
En þá er kannski alveg eins gott að birta Jólapakkalistann í ár... (sumir nefninlega að fara byrja á þessu skilluru ;)
Jólapakkalisti Möggu 2005:
  1. Lítill Bachon Frise hvolpur..
  2. Saumavél Phaff bara..
  3. Prinsessurúm, með mörgum dýnum og svona..
  4. Rándýrt rúmteppi..
  5. Antik snyrtiborð með svona gull bursta og gull handspegli..
  6. Pönnukökuspaði..
  7. Billy Joel..
  8. Kenwoodchef hrærivél..
  9. Hristara..
  10. Plastma sjónvarp..

Já það er nú ekki meira en það sem mig langar í í jólagjöf..En nú er bara að fara að sofa og vera dugleg í vikunni að gera sig sæta..Ætla að hafa Spa viku hjá mér.. tekið á einum hlut á hverju kvöldi.. Endurnærð fyrir helgi :))

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hjúkk að ég slepp við að gefa þér jólagjöf.......því eftir að hafa lesið óskalistann er bara eitt sem ég mundi hafa efni á !!!....nefnilega pönnukökuspaðanum ;)

...kannski ég splæsi í einn svoleiðis og gefi svo systur þinni buffhamar.....en reyndar er hún búin að versla sér einn !! Ætlaði að lauma einum með í jólapakkann hennar ;);) ...en hvað ætti þá að gefa Ólöfu ?? sleif eða hvað

10:37

 
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull þekki ég þig vel fékk 100%í prófinu þínu:)

22:26

 
Blogger Erla Ósk said...

Thad er nu ekki mikid urval af gjofum fyrir tha sem kaupa gjafirnar erlendis og thurfa ad drosla theim i ferdatokum yfir Atlantshafid... Einhverjar fleiri jolagjafa-oskir ur Amerikunni?

00:16

 
Anonymous Nafnlaus said...

ja allskyns undirfatnað fra victoriu secret.. og góðan ilm (body lotion), enga g-strengi samt, þeir eru svo "last season" helst boxer!
Svo máttu kaupa ársbirgðir af hydroxicut, svarta og hvíta boli/skyrtur/peysur í massavís, rússneska skinnhúfu, leðurjakka og bara eitthvað sem þér dettur í hug í búið :)))
Bara svo lengi sem pakkinn er stór :)))

02:16

 
Blogger Lafan said...

haha petra.. gefdu mer hjalm, hnehlifar og annan hlifdarbunad thar sem eg er menice to the society:)

og magga min... ertu farin ad kanast eitthvad sma eda:)

17:38

 

Skrifa ummæli

<< Home