GLEÐILEG JÓL!
Já nú éru jólin sko heldur betur komin í mitt hjarta!
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona virkiega að þau séu ánægjuleg hjá ykkur!
Jólin komu ekki alveg í hjartað í gærkvöldi vegna spennu og æslagangs, en núna nær maður heldur betur að njóta sín með heita kakóið hennar mömmu, og í náttfötunum að horfa á Soccer AM. DVDið sem var fengið í jólagjöf, erum að horfa á bestu mörk allra tíma!
Jólin gerast ekki betri.. ég rumskaði ekki fyrr en klukkan 13 og það gerist sko ekki oft, þannig að maður var orðin verulega þreyttur!
Ég var orðin svo þreytt í gær að ég var nánast farin að væla þegar ég loksins skeið uppí rúm.. haha maður verður alveg eins og smábarn á jólunum!
Ég var pakkaskammtari í ár og veit ekki betur en að ég hafi staðið mig bara ljómandi vel, það þurfti ekki nema 1-2 að segja mér að anda!
Það er nokkuð gott á þessu heimili skal ég ykkur segja!
Hér er ég í aksjón...
Að nudda hársvörðin á Jóa með nuddtækinu hennar Ólafar.
Svo var að sjálfsögðu farið í Trivial, möndlugjöfina, fyrir miðnæturmessuna. Stelpur á móti strákum og að sjálfögðui unnum við :)
Óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!
5 Comments:
skoðaði allar myndirnar vel, skil ekki alveg eitt...Ég sá hvergi glytta í hvítvínsflösku eða hvítvín í glasi..!? WTF...
19:21
já maður er alveg steinhættur því helvíti!!! Svo er það líka stranglega bannað á jólunum..
Grindvíkingar drekka ALDREI á jólunum :)
19:26
Gleðileg jól og takk fyrir bloggið á árinu
19:31
Gleðileg jól ezzzkan... :*
00:52
Sömuleiðis Baddi og Linda mín
15:52
Skrifa ummæli
<< Home