WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

miðvikudagur, desember 21, 2005

jólaheilræði löfunnar

Kæru lesendur. Eins og stress almúgans gefur til kynna eru jólin senn að nálgast og ekki seinna vænna en að fara að slappa af, sleppa þessu spani og fara að fagna fæðingu frelsarans á réttan hátt (með bjór í annarri og félagana í hinni). Hér á eftir koma fimm heilræði frá mér sjálfri, gestaritaranum Ólöfu, sem hafa komið mér fullkomnlega í gegnum 22 jól til þessa, án þess að fara yfirum...

Í fyrsta lagi, ekki gleyma að fara á kaffihús/pöbbarölt/út að borða með vinkonunum á milli jólainnkaupa, alveg krúsíal að fá þeirra álit á gjöfunum í ár, því lets face it, stundum er maður algjörlega off í þessum hlutum.

Í öðru lagi, ekki stressa þig á rykinu á náttborðinu, jólin komast í gegnum rykið á slaginu sex á aðfangadag þótt þú náðir ekki að þurrka af.

Í þriðja stað, skrifaðu bara það sem kemur frá hjartanu í jólakortin, þú þarft ekki að vinna pulitzer verðlaunin fyrir skrif þín, fólk nennir varla að lesa kortin hvort sem er það er svo satt eftir jólamatinn.

Í fjórða stað, ekki stressa þig á útlitinu, því ef þú lest þessa síðu sem þú ert sennilega að, þá þar af leiðandi þekkiru Möggu og hún mun með glöðu geði redda þér fyrir jól... því við vitum öll hvað hún er fórnfús og aumingjagóð.

Í fimmta og síðasta stað, MAÐUR FER EKKI Í JÓLAKÖTTINN ÞÓTT MAÐUR SÉ EKKI Í NÝJUM FÖTUM!! Hver er þessi jólaköttur annars? Högni Stefáns, Garfield, Tommi eða bara týndi Túllinn hennar Gebbu?

já þannig að þið sjáið kæru lesendur það er ýmislegt hægt að gera til að auðvelda sér þetta jólastress, kick up your heals, fáið ykkur í tánna með féllögunum (samt í hófi krakkar mínir, í hófi) og hlustið á músíkina í botni, þið eigið eftir að fíla það.

Ég veit að Margrét er ólm í að segja ykkur hetjusögur af sér (sem eru einnig nauðsynlegar svona rétt fyrir jól) þannig að ég kveð í bili og bið ykkur vel að lifa, megið þið eiga alveg hreint gleðileg jól í rykinu, í gamla kjólnum með öllum jólakortunum sem þið gleymduð að skrifa...

það koma jól eftir þessi jól
jóla-hjóla kveðja
Ólöf Daðey, gestaritari með meiru

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já. vó. Þetta eru ekkert smá góð heilræði. Ég fór nú út að borða í gær. :D Og ræddi jólagjafainnkaup. Svo að ég er aðeins að fylgja þessu. Á reyndar eftir að gera eitthvað af þessu :D Eftir að fara í dekur til Möggu og sonna. Maður reynir kannski að koma því fyrir í öllu jólastressinu :D

12:17

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha þetta er eins og talað úr mínu hjarta!! það er ryk á náttborðinu mínu og mér er nokkuð sama:)Reyndar verð ég alltaf að kaupa mér föt fyrir jólinn og það er ekki jólakettinum að kenna er ekkert hrædd við það kvikindi myndi bara kýlan kaldan!! er með smá fata fíknin og jólinn eru brilljant afsökun fyrir að því að vera allataf að kaupa sér föt:D

15:06

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ elsku Magga mín, .. Jamms... rosalegt að geta svona lítið hisst, þú bara föst inní herbergi með kúnnunum ;) hehehe....

En hafðu það gott knúsla mín .. og Gleðileg jól

xxx

23:03

 

Skrifa ummæli

<< Home