WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

laugardagur, desember 17, 2005

Jólastress

Það er nú bara þannig að undanfarna sólahringa hefur jólastessið í fólki snert mig doldið.
Ég ætlaði mér aldrei að láta jólastress almúgans hafa áhrif á mig og mína jóladýrkun, en í dag held ég bara að ég hafi verið sigruð á heimavelli!

Ég hef fengið óvenju margar skammir í hattinn frá foreldrum mínum,
kortin mín gleymast á hinum og þessum búðum, hanskalán verða aðeins meira mál en ég gerði mér grein fyrir, rómantíska jólakortastund okkar Jóa fékk ekki eins áhugasamra viðbragða og ég hafði séð fyrir mér og datt því uppfyrir.. spila og jólakvöld fjölskyldunar var víst bara einhver dilla í hausnum á mér og söluvissa mín fyrir desembermánuð sýnist bara hlæileg eins og staðan er í dag!
Vírusinn í tölvunni grasserar bara og virðist vera nóg að gera hjá honum að henda öllu því sem er í þessari annars ágætu tölvu.. þannig að ég sé fram á að allt verður farið fyri jól.
Ó já og svo í dag lenti ég í mínum fyrsta árekstri..
Var á leið heim úr vinnu, með nammi í munninum (svona til að halda í jólaskapið sem er að dvína) var ekki einhver náungi örugglega í jólastressi sem bombaði aftan á mg.. ég fann bara fyrir einherjum svaka hnikk leit í afturspegilinn, gaurinn þegar stokkin út, og var geðveikt vandræðalegur! Fyrsta sem ég hugsaði var jú bara að vera róleg og brosa góðlega. Sá svo strax að elskulegi Stjáni minn blái var algjörlega heill, krókurinn hafði tekið allt höggið og ekki beiglast neitt einu sinni, en bílinn hjá stráknum var frekar dældaður. Strákurinn hætti ekki að biðjast afsökunar og spurði mig milljón sinnum hvort að það væri ekki allt í lagi með mig. Jú segi ég bara og brosi. Við spjöllum svoldið og svo spyr ég bara hva gerist næst, veit náttla ekkert hvernig svona gengur fyrir sig, en af því það í alvöru sást ekkert á mínum bíl ákvað ég bara að fara og hann var bara sáttur við það! Mar á ekkert að vera gera úlfalda úr mýflugu. En ég veit núna að næst ef ég lendi í svona á ég allavegana að fá númer eða nafn eða eitthvað.. maður er alltaf að læra ;)

En annars en fagur laugardagur á morgun og ég ætla mér að njóta þess að vera í vinnunni, ekkert stress, ekkert má fara úrskeiðis heldur og ekkert vesen!
Vonandi fæ ég líka frí á sunnud. svo að ég geti fagnað afmælinu hennar Gittu minnar annað kvöld!! Annars mæti ég bara edrú og fer á ýkjufillerý!! viiiiii gaman gaman
ok best að fara búa sig undir það versta og vona það besta
Catch you on the flip side

4 Comments:

Blogger Lafan said...

eg fer alltaf yfirum jolin... magga min elskadu fridinn og strjuktu a ther kvidinn. eg skal segja ther sogu svona til ad hressa thig vid. i gaer var einn svii og einn islendingur a leidinni heim fra plums, sa saenksi helt thvi fram ad hann geti gengid afturabak alla leidina heim, svo vel thekkti hann leidina heim. nu islendingurinn var ekki lengi ad taka vid vedmalinu (bjor) og afram gegnu thau. thegar kemur svo ad gatnamotum macalester og snelling gengur sviinn ekki afturabak yfir gotuna, ser ekki snjoskaflinn fyrir aftan sig og flygur svoleidis afturfyrir sig i tvo hringi og endar uppi med risastoran skurd a bakinu og einu,m bjornum fataekari!!!

02:22

 
Blogger Erla Ósk said...

Aei elsku Magga min! Leitt ad heyra ad jolastressid hafi latid a ser kraela.. og ad thu hafir lent i arekstri. En gott ad heyra ad thu hafir ekki meidst :)

Eg hlakka ROSALEGA til ad sja thig a sunnudaginn... Have no fear, your sister is here ;)

p.s. Wissler vill segja ther: "Here I go again on my own!..."

Much love,
Erla perla

04:27

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ ástin mín,

Geggjað gaman að lesa bloggið þitt(",) Kem aftur í vinnuna á þriðjudaginn =) þá gerum við allt vitlaust ;) híhíhíhí ....

... en þangað til ...

KISS KISS
begga kummer

16:00

 
Blogger Magga Stina Rokk said...

Olöf hahahaha, afhverju eru svona hlutir svo hann.. maður getur farið að segja bara "pull a Goos (magnoos) on it!" heheheh

Erla já viltur flýta þér stelpa.. og Wissler: ..going down the only road I've ever knooooown!

Begga oh hvað mig hlakkar til.. Já við skulum hafa gaman á þriðjudaginn, eins gott að þú verður búin að ná þér.. búin að hugsa geðveikt mikið til þín í dag, þú ert svo sterk kona.. svo ég eitthvað að væla!! Það má alveg skalla mig!!!
Annars bara hlakka til að sjá þig at work, loksins einhver skemmtilegur, þessar gellur þarna á Nordica eru alveg að gera mig crazy sko.. Laufey og Gitta og þær, bara alveg óþolandi sko.. eiga örugglega bara eftir að tala um hvað var gaman á djamminu í kvöld og við ekki með.. ég segi að Birgitta eigi bara að fresta afmælinu þangað til við gerum dottið í það líka hehe!! ;)
Láttu þér líða vel sæta
kiss kiss

20:26

 

Skrifa ummæli

<< Home