WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

sunnudagur, janúar 22, 2006

Sunnudagur

Ekkert nýtt héðan, nema kannski að ég djammaði ekki þessa helgina sem er kannski frekar óvenjulegt þar sem ég var í fríi á sunnudaginn. Fór þess í stað að sofa eftir RÚVar maraþon í gærkvöldi uppúr klukkan ekki neitt! Vaknaði kl. 10 og fór á fótboltaæfingu á sparkvellinum í hagléli og roki.. segið svo að við grindavíkurstelpur erum ekki harðar!
Neglurnar á mér eru allar að blána og svona eftir að ég gleymdi að klippa á mér táneglurnar fyrir boltaspriklið! En rauða O.P.I lakkið "I'm not really a waitress" og glimmersteinarnir á tánum á mér redda því og sést því ekki hversu sárþjáð ég er á tánum!
Annað sem ég hef verið að gera um helgina er að lesa Skyndibitar fyrir sálina bókina.. Mögnuð skyndibók til að glöggva í ef maður vill sigra heiminn.. Nú er ég að fara á tíundakúrinn! Það er verið með því að kenna manni að vera ríkur! Maður gefur fólki pening eða samtökum..segum 1000 kjell og svo á maður víst að fá það tífalt til baka!! Það eru samt hængur á.. maður þarf að vera fullkomlega sáttur við að gefa peninginn og ekki hræddur um að fá ekkert til baka! Tortryggni fer algjörlega með kúrinn og svo á maður bara að óska þess að fá pening á hverju kvöldi! Best að prufa þetta bara og sjá hvort þetta virkar.. helvíti væri sætt að fá 10.000 kall fyrir aspen... Fyrir þá sem ekki vita er ég á leið til Aspen eftir aðeins 25.daga jooollleee
Ok það er víst kræses á heimilinu og flest allar tölvur bilaðar.. (-pottþétt eftir mig, ég hef bara þannig áhrif á tölvur að þær fara bara í keng og frosna!!) ..þannig að við erum hér 3 og bara ein tölva í lagi! Þetta er náttla algjörlega ólíðandi!! Það sem maður lendir ekki í hér á Efstahrauninu!!! ;)

4 Comments:

Blogger Erla Ósk said...

Bara roleg um helgina? Vid herna lika. Forum ad aefa okkur fyrir Aspen :) Wissler var i fyrsta skipti a skidi og tokst ad skida med skidin saman (ekki i plog!) i enda dagsins. Ekki slaemt thad :) Nu er hann ekki lengur hraedur um ad halda ekki i vid okkur i brekkunum ;)

Hlakka rosalega til ad sja thig eftir rumar 3 vikur!!

02:59

 
Blogger Lafan said...

magga ny er muuuuuuuust!! koddu ther thangad i skola helst i gaer:)

05:50

 
Anonymous Nafnlaus said...

Er mín flutt í grindóó?? Vá hvar hef ég verið ;-)

15:29

 
Anonymous Nafnlaus said...

Haha ja Erla frétti að Wissler hafi bara verið frekar góður! Já bara 3 vikur wwiiiiiiiiiiiiii shiturinn hvað mér hlakkar til :)
Já er það ekki Ólöf? Tékkaðiru á MUD?? NY held ég að gæti alveg verið borg fyrir mig ;)
Kristín mín hahaha nei mín bara meikar ekki að vera ein heima, þannig að ég er bara hér.. svo er ég líka alltaf á fótboltaæfingum!! Heldur betur komin tími á hitting.. Nágranna reglur verða líka að verða settar.. bannað að hitta ekki hvor aðra í meira en viku, gæti verið ein reglan hehe:))
miss you mús

00:05

 

Skrifa ummæli

<< Home