Apen Fréttir
Jæja þetta er búið að vera æðislegt..
Hótelið heiftarlega kósý og yndislegt
Þetta er það. Þarna genguru sko inn í lobbíið en svo fyrir aftan þetta eru allar íbúðirnar í hring svona, og svo heitir pottar hér og þar svona eins og í sumarbústöðum! Æðislegt!!
Morgunmaturinn svo góður alltaf kl. 7-8 :)))
Svo förum við í brekkurnar kl. 8:30 með skíðastrætó sem gengur á kortersfresti..
Þannig að þegar þangað er komið er bara smælið á allan daginn og allir haga sér eins og spenntir 5 ára krakkar að leikasér í snjónum á fyrsta vetrardegi! Hérna að ofan er svo Buttermilk fjallið sem við byrjuðum á að fara í gær. Svo eru 3 önnur sem við verðum í næstu daga!!!
En sem sagt erum við öll bara alveg drullugóð á skíðum. En sá sem kom mest á óvart í gær var hann Jóhann Benediksson.. Kallinn bara alveg ónátturulega góður og var ekki búin að segja sálu að hann væri svona mikill snillingur á skíðunum. Ég er náttla helvíti góð líka en held meira að segja að hann sé betri en ég !!!!
Snjórinn er æðislegur en afþví það hefur snjóað svo mikið er doldið mikið af honum og við skíðum alveg svona í honum á köflum....
Já og svo í síðutu ferðinni í gær (manud.) vorum við Jói orðin svo kokkí að við ákváðum að við værum nú orðin nógu góð fyrir Freestyle brautina. Þannig að við fórum og tókum síðustu ferðina niður á fullu spani og stukkum og stukkum...
Hrikalega gaman þangað til að ég flaug á hausinn!!!! Ég lenti eitthvað svo asnalega eftir að hafa verið að taka hnén upp í einu stökkinu ...-ég veit..WHYYY???
Haldiði að ég hafi ekki stórslasað mig!!
Einhver strákur sem var á eftir mér á strökkbrettinu og lenti næstum á mér hjálpaði mér og hringdi á Ski Patrol gaurana. Þeir skíðuðu svo með mig niður og að skálanum á svona skíðaböru-sleða! Þetta var mjöööög vandræðalegt, en samt svo fyndið!!
Þannig að ég er sárþjáð ennþá í dag og komst ekki á skíði og er í strangri meðhöndlun hjá öllum. Mamma er hjá mér núna fyrir hádegi og svo er von á Jóa á vakt eftir hádegi!!
Ég kæli og vef á klukkustundafresti með þvi að háma í mig bólgueyðandi og reyni að halda halda bólgunni niðri.. Hnéð er samt alveg 3falt ennþá!
En ég skal koma búknum á skíði á morgun, allavagana á fimmtudaginn því þá eru stelpurnar komnar!!!
Við gefumst ekki upp, þótt móti blási, frá Íslandi við stöndum bara upp og skíðum meir!!!
8 Comments:
ógiiiiissslega fyndið!!! vorkenni þér samt svo... fyrst benidorm... svo aspen!!! manstu þú og gebba eins og spenntir 5 ára krakkar að hlaupa í sjóinn og búmm.... haha aumingja þú;)
þí nærð þér fyrir fimmtudaginn, ehaggi??
20:06
haha ja ég man... Þá var það baywatch nu ski patrol!
ju ju verð að gera það...
Mannstu samt lika eftir kerlingafjöllum þegar ég meiddist a hné lika þá og komst ekki með ykkur í brettakennsluna!!
Ég er bara óooggesslega óheppin í útlöndum!!!!
hanyways sjáumst á morgun...
23:03
Oh my god týpíst þú, þú ert náttla bara snillingur:) Nei vona að það sé allt í lagi með þig snúlla og reyndu nú að fara vel með þig. Sakna þín rosa mikið það er minnst gaman í vinnunni núna vantar einhvern sem er síhlægjandi hehe:)
kveðja gittalína:)
23:24
Æi takk fyrir það. Já ég sakna ykkar líka Þarna í vinnunni!! Dreymdi ykkur í nótt meira að segja hahaha
00:42
ég og Kristín kenndum Jóa allt sem hann kann :)eða hann fær allavegna hæfileikana frá okkur hehe en skemmtið ykkur vel og vonandi á hnéð eftir að batna hjá þér Magga -þýðir ekki að vera í Aspen og geta ekki skíðað :)
kv Þórdís systir
10:48
Já þegar þú segir þetta þá er nú stílinn hans frekar kvenlegur!!
Haha Já ég er öll að koma til, útúrteypuð og spelkun skal ég skíða á morgun(fimmtud)!!!
01:21
já svona er þetta stundum....en ég hefði alveg viljað sjá ski patrol gæjana koma og bjarga þér ;) Sé þetta nánst alveg fyrir mér..híhíhí.
en láttu þér batna svo þú getir nú skíðað meira í ferðinni.
Kveðja úr rigningunni
p.s. krafthlaupin á tíma orðin 3 kílómetrar
10:32
ohhh hvað mig hlakkar til að komast heim.. 3 kílómetrakrafthlaup og rigning!!!
I love it.. "hóst" "hóst".. "lygi" Hóst
00:01
Skrifa ummæli
<< Home