Vika án tölvu
Ég er búin að vera ein heima í bænum án tölvu í viku núna! Mér finnst ég svoo út úr öllu eitthvað!! Veit ekkert hvar ég stend fjárhagslega, veit ekkert hvað ég á að lesa í fjarnáminu, veit ekkert hvað er að gerast íþróttunum. Svo svöruðu systkini mín mér ekki í útlöndunum í vikunni heldur og krefst ég útskýringar um helgina!
Hellti mér bara í lesturinn og las eins og vitlaus kona!
Fyrsta mission: Ernesto Guevara! Kláraði bókina á 2 dögum og uuuufff... þvílíkur náungi!! Hann er sá all flottasti sem á þessari jörðu hefur verið!! Og svo skemmir útlitið ekki heldur fyrir! Mér fannst ég geta sigrað heiminn eftir að hafa lesið um ævi hans!
Afhverju eru ekki framleitt svona kalla í dag??
Las svo líka með Lífið að láni, Skyndibitar fyrir Sálina, febrúarritin af: In Style, Marie Clare og Vouge.
Svo skokkaði ég dag og nótt á milli vakta í Reykjavíkinni og er farin að finna fullt af hlaupaleiðum. Skúraði íbúðina 3x í vikunni og ryksugaði 4x allt eftir að ég fann kónguló á veggnum á stærð við tennisbolta..ja svona nánast!
Skari bró er víst on his way í 2 daga heimsókn og eru mamma og pabbi að farast úr spenningi og búin að troðfylla ískáinn af öllu sem hann elskar! Er ekki viss um að þau borði neitt af þessu! haha svo sætt samt! :)
Talandi um Óskar, þá fékk ég sms frá Erlu í nótt, þar sem hún var að segja mér að Óskar hafi fengið ónæmiskast og væri uppá spítala..-Óskar í Englandi? ónæmi? Á spítala? Ég full af áhyggjum og vissi ekki hvar á mér stóð veðrið þannig að ég fór því bara aftur að sofa...
Vaknaði svo betur nokkrum klukkutímum seinna og fattaði að hún væri að tala um helvítis rakkann!! haha ok ok vonandi hefur litla skinnið það betur! kissýkiss
ummm Ólöf er bara fyndin þessa dagana!! Við elskum hana öll!!
Fór á Hostel um daginn með með Birgittu elskunni minni! Hún dró mig á þessa mynd, eins mikið krútt og hún er , er hún svo röff og algjörlega fyrir svona hryllingsmyndir!!
Át á henni hendina næstum í einu átriðinu, skeit á mig og allan pakkann meðan hún hló bara að þessu! Hrikalega góð mynd samt, helvíti góð landkynning hjá honum Óla Icelander!!
Helgin er þéttbókuð, vinna vinna vinna svo er fyrsti leikurinn minn eftir félagskiptin aftur yfir í Grindavík á sunnudaginn kl. 16 í Eigilshöll.. allir boðnir að koma á trommurnar!
hhaha auglýsingin mín var áðan í Idolinu!!-lék hlutverk í Adda Idol auglýsingunum á Nordica um daginn ..sást reyndar minnst í mig, en það er aukaatriði hahaha
Ok best að fara kíkja á Gebbu og Ray.. sá gamli á víst afmæli í dag, til hamingju..
Líka hún Elísabet Trainer (systir Arons-sem ég b.t.w hef ekki heyrt í alltof marga mánuði)
Til hamingju elskurnar mínar..eigiði góða afmælishelgi!!
Magga out..(varð að segja þetta allavegana einu sinni fyrir stelpurnar) ahahhah
4 Comments:
hey beibs!!!! good to have you back!!! a madur ad thora a hostel??
15:38
Sael elskan... Fyrirgefdu, eg aetladi nu ekki ad hraeda thig i sidustu viku med sms-inu. Thegar eg segi "Oskar litli" tha meina eg sko 'rakkinn' ;)
Endilega heyrumst um helgina...
kv, Erla stora systir
15:43
Helló sæta:)
Já mundu bara að þú átt næst að velja mynd:) Samt ekki einhverja rómatíska er alveg minnst fyrir þær. Það er samt spurning um að ég færi þá að loka augunum hehehe Semsagt einhverja spennu eða hryllings ok skilurru:)
Kveðja Gittalína
16:30
haha ja Ólöf farðu á hana.. mér varð flökurt á köflum helvíti skemmtilegt!
Já Erla þetta hefði ekki gerst ef hundurinn hefði fengið Dexter nafnið! hehe.. samt snilldarnafn þrátt fyrir misskilninginn haha
Gittalína já ég vel sko næst... ok skal reyna að fara milliveginn.. en þessi þarna með Aniston..-drailed eitthvað!!
Hey en hva á maður að gera í sambandi við Adrian??? ahahaha bara fyndið!!
23:26
Skrifa ummæli
<< Home