Já þá hef ég lokið yndislegri Clarins viku!
Já þetta var Clarins Face Treatment námskeið sem við fengum þaulreyndar konum frá Þýskalandi og Frakklandi að kenna okkur töfra Clarins handbragsins :)
Við vorum sem sagt alla daga frá 9 til svona 18-19 á kvoldin! Ææææðislega gaman!!! Komið fram við okkur eins og prinsessur og ekkert til sparað!
Þetta voru sem sagt bara ég, Laufey og Bára. Trainerarnir voru geðveikir og hún Britta (þýska) var bara snilli. Hún er svona stelpa/kona sem getur talað út í rauðann dauðann án þess að maður verður þreyttua á að hlusta! Þetta var náttla allt á útlensku þannig að maður er nú eiginlega farin að hugsa allt á ensku svoná í vikulok... hahaha En þetta var var rosalega gefandi og hvetjandi að við erum allar í skýunum.
Fengum svo svaka flott gull Diploma eftir vikuna og erum orðnar löglegar Clarins snyrtifræðingar! hehe Og svo að sjálfsögðu stútfulla Clarins tösku af Clarins vörum, Clarins skartgripum, Clarins ilmvötnum u name it!!
En ég hef tekið þá ákvöðrun að vinna alla ævi fyrir Clarins!
Þetta er svo fallegt fyrirtæki og filósofían er bara heillandi! En þetta er svo miklu meira en bara eitthvað snyrtivörufyrirtæki!!!
Hér gæti ég til dæmis unnið:
Ekki leiðinlegt það haaa??
Og ekki verra að koma og heimsækja mig !!!! ;)
Gæti meira að segja komið með þér Ólöf til Kína og unnið þar!
Við gætum sett á okkur Beauty Flash kremið og farið í Party
(þetta er eina sem ég náði af auglesýngunni)
Stelpur svo mæli ég með að við búum um herbergin svona a Nordica!!!! -->
Talandi um stelpurnar á Nordica, komu Birgitta mín og Begga Beauty til mín í gærkvöldi og elduðu. Þær eru svo miklar músir :)) Pizza varð fyrir valinu og aldrei hef ég smakkað eins góða pizzu. Birgitta er rosaleg í eldhúsinu. Svo horfðum við á Desprite Housewifes eins og sönnum konum sæmir og "skúbbað" að sjálfsögðu hehe (Birgitta ég er alltaf að læra eitthvað af þér hehe) En þær eru heiftarlega sætar, vantaði bara Laufey sem þurfti að fyrirsætast eitthvað.. öss rosalegt að vera svona margar sætar í hóp!
Allrætý rú, verða að fara halda áfram að gera ekki neitt!! Kannki ég fari að græja mig fyrir annað kvöld.. stelpan að fara á ungrfrú Suðurnes...viii hlakka til að fara hjá mér með stelpunum! Ohh þetta er svo vandræðalegt :)))
Allavegana Magga Clarinsqueen kveður (hvað hef ég eiginlega sagt Clarins oft í þessum pisli ?hahah)
7 Comments:
Já ég held að þú ættir að fá borgað fyrir auglýsinguna!!
Ég kaupi allavega clarins næst:)
Hlakka til að sjá þig og hlægja af þér á morgun:)haha
00:24
hahah ja ég mana þig hahahah
Jiii já verð að fara græja mig, er svo lengi að koma mér milli staða að það veitir ekki af , hey áttu nokkuð siða gulleynalokka??
Bannað að hlægja :)hahah
vii verður gaman!
10:31
hahaha já magga ég tek þig á orðinu:) þú værir örugglega eini íslenski snyrtifræðingurinn sem talar kínversku!
01:04
Tala kannski minnst kinversku...
En ég kann að segja tæ-hhhálu (awesome er það ekki?) og maaaaaa!!! (sem þýðir questionmark!!!)haha veit ekki hvort maður flokkast undir mellufærni á því!!
13:08
List vel a thig Magga min. Eg skal lika kaupa Clarins naest :) A svo ekkert ad koma med sogur af Ungfru Sudurnes? Eg fretti ad thu hafir verid flott med gifsid goda ;)
Sorry ad eg gat ekki talad vid thig um helgina.. brjalad ad gera hja mer. Mala kjallarann og svo for heitavatns tankurinn i husinu minu ad leka! Ekkert heitt vatn nuna og bara vesen. Hlakka til ad heyra i ther, elskan. Vid getum kvartad undan vandraedum okkar...
Heyrumst!
15:28
Hæ sæta;)
Ég er alltaf að hugsa til þín dúlla nú verð ég bara að vera dugleg og koma og elda oftar hehe:) Verð bara að finna upp einhverja græmetis rétti :) Ætti nú að geta hent einhverju saman.
Allavega þú ert snillingur ég er líka alltaf að læra af þér :)
Heyrumst kveðja gittalína
01:11
hahah þú ert bara fyndin!!!
Já þú verður að fara gera það stelpa!!
01:39
Skrifa ummæli
<< Home