WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

mánudagur, október 16, 2006

Mitt-svæði og helgin...

Hæj krúslí múslí túslí dúllur...
-jaa ok missti mig aðeins!! : Bléssu'ð
Vitiði hvað???... -myspace er málið!!!

Bjáninn hún Kristín gerði mig ad fíkli!!! :) thanx a lot lov
myspace.com/maggapeturs!!!
Þetta er svona blanda af bloggi, e-maili, kassi.is, uppboði og smsi eða eitthvað solleiðis!!
Ohh svo er ég bara heiftarlegur auli að vera svona sein í þessari uppgötvun!! hehe

Allavegana tók ég tvennu um helgina...
Októberfest á föstudaginn, fór með snillunum mínum, Jóa, Helga og Árna og hitti svo Kristínu og varð eftir með henni og hjúkkunum hennar!! Ohh yndislegar stelpur, ég skemmti mér sjúklega vel!!
Þetta er svona sirkustjald á háskólalóðinni og svona sveitastemming með lúðrasveit að spila, haha mjög fyndið, svo var farið í hjúkkupartý og einginn keyrði neitt! Ég náttla svo ógó áhrifagjörn að ég næstum því bara sótti um í hjúkkuna fyrir næsta ár!!! Mjög fyndið!
Svo vöknuðum við öll óvart alveg saman á hringbrautinni um 7 leitið sjúklega mygluð en alltof hress í tjattinu.. Hevý næs :)
Umm laugardagurinn ströglaði maður sá, fór í Ikea með mömmu og svona. Fórum svo á Listasafnið þar sem var sýning með okkar núlifandi listamönnum; myndir eftir 1980, mega hipp og kúl!! Góður mæðgna dagur! :)
Svo var heldur betur veisla á Efstahrauninu lau.kvöld, mamma og pabbi buðu okkur Jóa í 3 rétta fimm störnu satlfiskmáltíð!! mmm Takk fyrir okkur!!
svo var farið í smá fyrirpartý heima hjá Jóa, ammæli hjá Beggu Kummer sætu minni sem er svo sæt ;) og svo á KSÍ!! Gat ekki klikkað þetta kvöld!! Jói var svo sætur með möstasið að hann þurfti að berja af sér gellurnar hægri vinstri sem er víst bara gaman segir súperjákvæða mamma mín!
haha
allavegana sick skemmtileg helgi sem tók aðeins og mikið frá manni svona á mánudegi!!

8 Comments:

Blogger Lafan said...

hahaha já og takk fyrir símtalið, vona að meiköppið hafi reddað ljótunni:)

þú ert fyndin

15:33

 
Blogger Erla Ósk said...

Thad er aldeilis ad thu ert fallin fyrir myspace... thu matt samt ekki haetta ad blogga thott thu hafir uppgotvad nyjasta aedid ;)

Vonandi gekk allt vel hja bandariska sendiradinu i dag :)

15:38

 
Anonymous Nafnlaus said...

haha Já Ólöf takk fyrir að minna mig á það í gær, einhvernveiginn steingleymdi ég að ég hafi hringt!!
Veit ekki hversu vel það reddaði henni, ég var allavegana ógeðslega ljót!!hahaha

Erla já ég skal reyna að vera ekki kærulaus í blogginu ;) en veistu Erla!!!
Ég var nú bara hent öfugri út í sendiráðinu í morgun!!
Skipulagshæfileikar okkar mömmu..-já ok ok skipulagshæfileikar mömmu bara, (þar sem ég hef enga) klikkuðu eitthvað. Það vantaði eitthvað uppá helv.. pappírana, ég var með svona 100 blöð en nei ég gleymdi einu eða eitthvað álíka og bara þarf að panta annan tíma tank ju verý muts! Við vorum með vitlaust blað sem við fylltum út, fyllti út eitthvað sem ég þurfti ekki (af því ég er kvenmaður eða eitthvað) svo gleymdist að borga SEVIS FEE (don't ask, hef ekki hugmynd um hvað það er) og svo þarf ég að koma með eitthvað meira frá LÍN!!!
Shit er ekki bara verið að segja mér eitthvað??
Á mar ekki bara að vera heima á klakanum hjá ástvinum sínum í stað þess að fara til Hollywood að meika það?-alone, totally ALONE??
(sérðu hvað ég er orðin góð í enskunni samt??? hehe)

16:11

 
Blogger Erla Ósk said...

Ja, ok. Klikkar bara allt thegar Erla ofurskipulagda er ekki med? Nei, segi bara svona. Svona er Kaninn bara, lattu thetta ekki a thig fa. Reddadu thessum hlutum bara og tha aetti allt ad ganga upp :) Thu haettir nu ekki vid thott a moti blasi...

18:18

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ ástin mín, og takk fyrir síðast =) alltaf jafn gaman að fá þig í partý til manns, úber hress alltaf og ekki verra að fá risastóran blómvönd (",) hehe... En mér finnst þú eigir sko að fara til hollywood og meika það, því þá geturu boðið mér með þér á rauða dregilinn og svona þegar þú verður rosa fræg =) hehehehe..

Kiss Kiss elskan mín

20:38

 
Anonymous Nafnlaus said...

Já Erla hvað varstu að yfirgefa okkur með svona hluti ókláraða!!!
Æi ok geri eina tilraun í viðbót..
Kanninn er náttla doooldið spes..(audda ekki hann Wissler þinn;) hehe)
Já Begga þetta var flott veisla hjá þér sæta mín takk fyrir mig sko!! -en ok tek þig á orðinu.. haha, sérðu okkur ekki fyrir þér þarna með störnunum baðandi okkur í frægðarljómanum!! Ætli við verðum ekki bara bestu vinkonur Lindsay Lohan og Parisar Hilton á djamminu 24/7 haha þetta er skothelt!!!

12:51

 
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir síðast sömuleiðis ;) Þú ert algjör snilli!!

16:12

 
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir!! Geggjað kvöld frá a-ö -
Já ég er ekki frá því að þú yrðir bara góð hjúkka - þyrftir að komast yfir nálahræðslu og soleis en það reddast með tímanum eskan hehe
Ég get líka æft mig á þér og þá geturðu vanist þessu - hugsanlega þyrftum þó að hafa varann á og bólstra umhverfið ef líða skyldi yfir þig :)

Lov u hons

17:34

 

Skrifa ummæli

<< Home