WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

miðvikudagur, nóvember 29, 2006







Gellurnar mííínar....

Ingibjörg, Arna og Teddý hreinlega mindblowing gordjöss á hottie djamminu! (Ingibörg með marblett dauðans eftir að hafa flogið á rassalinginn um daginn.. hahahaha fyrir því!!hihi)



Ógó skemmtilegt kvöld sem endaði alltof alltof snemma.. huhummm En Teddý stóð sig samt eins og true champ og var til 0600 Congrats elskulegust!


Love was in the air samt... hehe

Takk fyrir geðveikt skemmtilegt kvöld stelpur! KLÁRLEGA ANNAÐ INNAN MJÖÖG SKAMMS!

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

:)Rómantíska getaway helgin...

...uppá Þingvellumv var æðisleg, fékk klárlega 10-una!! :) Afi var búin að gera allt klárt á föstudagsmorgun, potturinn heitur, konfektið og hjartalaga piparkökurnar biðu okkar og kjertaljós um allan bústaðinn hehe
Afi gamli klikkar ekki, gamali rómantíkusinn! hehe

Bökuðum piparkökur og lakkrístoppa, drukkum jólaöl, svo komu nokkur jólalög svona inn á milli Bubba!! Þessi helgi sló í gegn, geðveikt að fara svona eitthver burt úr borginni í nístings kuldanum! :)

Um en annað.. haldiði að ég sé ekki komin með STUDENT-VÍSA inn í Bandaríkin!! Gildir alveg til 2011.. vóó, ég fékk sjokk!! Ekki leiðilegt það ;) (-mamma mín á samt allan heiður skilinn fyrir það, ég hefði ekki fattað hvernig þetta er gert þó að ég hefði tvöfaldað greindavísitöluna mína.. helv pappírs rúgl! c".)

Shjetturinn þetta er víst að skella á!! Ég er greinilega að fara í Elegance International skólann í Hollywood, California í janúar!! Hvað er maður að fara útí? Er hevý spennt samt lika hevý kvíðin :D :-I En hversu svalt er það samt að fara i skóla í Hollywood, það eilla getur ekki klikkað! Nú þýðir ekkert fyrir fameliuna að fara heimsækja systur mínar í Minnisoda, það er svo "last year" hehe, ALLIR frekar að koma til mín og stjarnanna í Hollywood ;D

Skólinn byrjar 2. jan og þar með þarf ég að drattast með minn hvíta rass ekki seinna en 01.01.07

shiiittt!!

Lýsi hér með eftir einhverjum íslendingum sem verða í grendinni!!! Það er bara eitthvað svo safe...

En segi þetta gott í bili.. erum að planileggja helgina við stelpurnar!! Réttara sagt laugardagskvödið! Ætlum að taka hevý hottie djamm á þetta! Hvet allar sætu stelpurnar í landinu að sameinast á dansgólfum heitustu klúbba reykjavík city á lau.. yeh beibý yehh

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

bbbrrrrrrrrrrr


það er frost á fróni skal ég ykkur segja!!
Ógesslega fynið að sjá hvernig allir hlaupa! Það hlaupa allir þegar þeir eru úti núna, takið eftir því, hevý fyndið hehe... -bíð bara í ofvæni eftir að einhver dettur.. haha sem er enn fyndara!!!
Ég öfundaði alla sem komu til mín í vinnunni í dag, pakkaði þeim öllum extra vel inn notaði hitalampann og var virkilega að vanda mig að láta þeim líða vel.. ;) nei djók, vanda mig alltaf sko haha
Vil fá alla til mín a.m.k 1x fyrir jól!! Hver vill koma??
Hitaði kakó fyrir okkur strákana í gærkvöldi í kuldanum, sem sló í gegn ;), hlustuðum á músik og horfðum á Lessuþáttinn.. kvöldin verða ekki ljúfari.. meira að segja duttu inn 2 jólalög.. joollleee ;D
Svo koma jólin í okkar blóð á morgun.. við Joe Joe ætlum uppá Þingvelli í bústaðinn og vera þar alla helgina, slökkva á símunum (ég verð samt með kveikt á mínum ef ykkur vantar að tala..;) suusss) og allt og virkilega njóta!! :)
Ætlum að hlusta á jólalög, baka jólakökur, elda góðan mat, fara í pottinn, spila og syngja... nei wow djók strokum síðasta út.. hehe maður heldur nú kúlinu! -en ef afi og amma Magga kíkir í heimókn neyðumst við nú til þess það gera það hahaha

En til then...
- látið heyra í ykkur elskurar hérna niðri.. -sakna ykkar örugglega allra :)
ja Katla Sif TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ Í GÆÆRRR!!
TUTTUGU ÁRA SÆTA SNÓT
-kem í kökur á eftir.. mmmm og kók mmmm
:) kiss kiss

sunnudagur, nóvember 12, 2006

Sunnudagspistillinn-mamma ekki lesa!! ;)

Jii þessi helgi var sjúklega fyndin!!!
Vorum reyndar bara með kertaljós og rómantík á föstudagkvöldið.. jú og módelast haha
it's niiiiiice!! High five!! ;)
Svo var ég bara að vinna á laugardaginn sem var kannski heldur ekkert fyndið!
En svo kom laugardagskvöldið..
Fór í ammæli til hennar ELSkULeGu Ernu minnar, fáranlega langt síðan maður sá hana og hennar fólk! Rúgl! Hún er bara yndisleg ...HRESSUST í HEIMI
fann þessa hevý kúl mynd af henni á myspacinu hennar!!
Takk fyrir mig Erna beauty, þú ert yndisleg í alla staði!! Mest kúlaðasta manneskja sem ég þekki!!

En allavega þá var mín á útopnu allt kvöldið með Gunný og Brynhildi, óggislega gaman.. fékk smess frá mínum manni um að liðið væri að fara á HVERFIS hahaha það er náttla bara ógeðslega fyndið.. þessi staður á að vera löööngu útbrunninn og misst kúlið, en það var bara hrikalega gaman!! Fékk hrikalegt flashback frá tímanum sem við stelpurnar vorum alltaf þarna.. Skil ekki afhverju þessi staður missti dampið. Á þessum tíma fer minnið hrakandi en eitt veit ég að það var stu-u-uð á okkur haha :D Kíktum á ellefuna líka sem er svalur staður. Fórum svo á Vegamót, ekki að spyrað því, og skemmtunin hélt áfram, man eilla bara eftir að ég var sjjúúúklega ánægð að hitta hana Teadóru Káradóttur, held að ég hafi verið að kyssa hana allt kvöldið!! haha Teddý er æði!! Um svo er enn alveg óráðin gáta hvernig við komumst heim en Jói var víst í svipuðum gír og ég, eða ég leyfi mér að segja að hann var í ennmeiri gír en ég, sem er erfitt sko!! ;)

En fyyyndasti hlutur helgarinnar er í þann mund að detta inn þegar við komum heim! Helgi okkar Jónasson var víst ekki alveg að komast í REM svefninn sinn þessa nótt, því áður en við komum heim, geri ég hlutinn sem á metið í, að panta mér pizzu. Hef víst gleymt því eða eitthvað og Helgi þurfti að henda pizzusendlinum öfugum út þegar hann kom. Svo komum við heim, beint í okkar djúpa svefn. Síminn minn stoppaði ekki og þurfti Helgi að slökkva á honum einu sinni haha Svo koma Óskar bró, Bogi Rafn og Óli og fá að gista og Helgi þurfti náttla að opna fyrir þeim og það fór víst ekkert lítið fyrir þeim... svooo vaknar Jóhann Helgason og ráfar eitthvað um húsið nakinn, strákarnir sjá einhvern vera við eldhúsborðið svo bara psssssss

hahha hann meig á eldhúsborðið! hahaha og hlær bara .. Strákarnir í kasti..svo labbar hann inn til Helga og kennir honum um þetta, Heyrist í Helga: "ertu búin að miss vitið"?

Hoppar svo uppí til Skara bró og kúrar sér upp við hann.. þið munið hann var enn nakinn hhahaha

Dísus hvað ég hefði viljað vera vakandi og sjá þetta! En þegar við vöknuðum vissum við ekki neitt! Strákarnir enn í kasti, ég líka og Helgi brjálaður og Jói getur ekkert annað gert en hlegið og skammast sín um leið og hann þreif upp eftir sig! hahah Þetta er líka svona viðareldhúsborð sem hafði drukkið í sig alla nóttina og það er svona fastur votur blettur á því!! haha

Hlutirnir gerast ekki mikið fyndari.. hahaha

Hann gladdi allavegna nokkrar sálir vill hann meina þessi elska!!

þriðjudagur, nóvember 07, 2006




Hææ long time no see...
Komin heim frá ameríkuhoppinu okkar krakkanna, ferðin var algjör snilld!!! :D
Takk fyrir ferðina guys!!!!
En myndirnar eru komnar frá ameríku wuhuuuuu
:D
Hér eru nokkrar annars eru þær hérna á myndasíðunni :)

















hahahah þetta var freeekar fyndið kvöld!!! 'ogó gaman :D


hahaha duttum inná þessa strippisúlu!!! hhaha

Á laugardeginum var pínu strögglað...

En það klikkaði að sjálfögðu ekki frekar en föstudagskvöldið!!

En hanyways þetta var geðveikt gaman.. :D

Við vorum ekki fyrr komin heim þá vorum við búin að hoppa á Akureyri. Heeevý næs!

Þar er dekrað við okkur eins og ég veit ekki hvað! :D Við verðum klárlega mikið þar í heimsókn!

Það var farið út að borða á Strikinu, svo var farið heim og trúbbað fram eftir öllu.. svo skellt sér á Sálina á sjallanum!! Mjööög gaman, en jói var eitthvað slappur eftir herrakvöldið á föstudeginum hjá Val (ja til hamingju með að vera farin í Val ástin:D ) og kom sér bara ekki á dansgólfið með mér! :-/ Sárvantaði Ingibjörgu!! En það var bara spjallað og hlegið í staðinn, ekki verra! :) Mín fékk sér aðeins of mikið í BÁÐAR tærnar og leystist kvöldið upp í rúgl í endanum! Ekkert alvarlegt bara smá svona veikindi!! uhummm, en það er gott að eiga góða að sem klappa manni á bakið og með kaldann þvottapoka!! ahahaha

Svo var bara haldið sér í rúminu til 4 á sunnudeginumvegna fárviðris. Mjög kósý, farið í nokkrar heimsóknir og svo horft á video til 2 um nóttina!! Komumst svo bleesunarlega heim á mánudaginn!! Ég komst í vinnu og Jói á fyrstu Valsæfinguna sína :)