WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Miss handikapt is back!

Kom til landsins i morgun!
Beint uppá borgarspitala. Eftir 5 klst skoðun 4 lækna myndatökur og skemmtilegheit, kemur i ljós að min er bara með brot, liðbönd i hakki , krossbönd liklega farin og mikinn blóðvökva i hné.
Fékk gips frá nára og niður þar til a laug. sem ég fer þá í segulómskoðun og þá kemur í ljós hvernig verður meðhöndlað mig! Aðgerð og sjúkraþjálfun, meira gips kemur allt i ljos eftir helgi!
Ég var þarna uppá spítala í svartsýniskasti en skammaðist mín nú frekar þegar að lík fór framhjá mér! Hvað er ég að kvarta.. maður á nú bara að vera fegin því að vera á lífi!!!
En eitt er víst að ég fer ekki aftur í bráði í Freestyle track á skíðum!!


Það er allavegana á hreinu að skíði er málið í dag!

Næsta fjárfesting verður án efa freesttyle skíði! Þau eru þannig að hægt er að skíða fram og tilbaka á þeim. Einhver sagði mér að það sé bara hallærislegt að vera á skíðum í staðin fyrir bretti. En ég er bara algjörlega ósammála. Það er miklu flottara að sjá freestyle skíðara en brettafólk. Hægt að gera svo mikið á skíðunum en á bretti. .

En hvað er ég eiginlega að láta mig dreyma.. Ég get ekki gengið einu sinni! haha ég er vonlaus

bið að heilsa ykkur, Magga

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Aspen myndir...










Mynd 1= Magga teipuð í bak og fyrir...-allt gert til að komast uppá fjöll á ný!!!!
Magnús að teipa og Jói, Erla Wissler, Ólöf og pabbi fylgjast áhyggjufull með...
Mynd 2= Í skíðastrætónum uppá fjöll.. teipunin tókst fullkomlega og svo spelkað yfir það.. Maggan ánægð með það :) wiiiiii (kannski spenntari en allir hinir kl.8 um morgun)
Mynd 3= Magga og Jói að koma sér í skíðabúnaðinn í Aspen Highlands fjallinu ... viiiiii
Mynd 4= Tekið matarhlér og spókað sig í sólinni í kofa uppá toppi...
Mynd 5= Annardagur, annað matarhlé nú rétt fyrir neðan fjallið í sólinni ...aftur hehehe
Mynd 6=Verðlaunað sig eftir erfiðan dag á skíðum í sólinni...





Maður á svo sann-arlega skilið að fá sér Di-Kíri eftir erfiðan dag uppá fjöllum!






Hér eru fleiri myndir
Eins og þið sjáið kannski er þetta toppurinn.. Gerist ekki skemmtilegra.. þrátt fyrir óhöpp og tímabundna fötlun!!
Hvet alla til að fara til Aspen!!!
Núna er bara eitt kvöld eftir og einn dagur.. þannig að ég má ekkert vera að þessu!
Krakkarnir og örugglega pabbi líka bíða nú eftir mér í pottinum með kaldan bjór á kantinum!!!
Bið að heilsa ykkur
love Magga

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Apen Fréttir



Jæja þetta er búið að vera æðislegt..
Hótelið heiftarlega kósý og yndislegt
Þetta er það. Þarna genguru sko inn í lobbíið en svo fyrir aftan þetta eru allar íbúðirnar í hring svona, og svo heitir pottar hér og þar svona eins og í sumarbústöðum! Æðislegt!!
Morgunmaturinn svo góður alltaf kl. 7-8 :)))





Svo förum við í brekkurnar kl. 8:30 með skíðastrætó sem gengur á kortersfresti..
Þannig að þegar þangað er komið er bara smælið á allan daginn og allir haga sér eins og spenntir 5 ára krakkar að leikasér í snjónum á fyrsta vetrardegi! Hérna að ofan er svo Buttermilk fjallið sem við byrjuðum á að fara í gær. Svo eru 3 önnur sem við verðum í næstu daga!!!
En sem sagt erum við öll bara alveg drullugóð á skíðum. En sá sem kom mest á óvart í gær var hann Jóhann Benediksson.. Kallinn bara alveg ónátturulega góður og var ekki búin að segja sálu að hann væri svona mikill snillingur á skíðunum. Ég er náttla helvíti góð líka en held meira að segja að hann sé betri en ég !!!!

Snjórinn er æðislegur en afþví það hefur snjóað svo mikið er doldið mikið af honum og við skíðum alveg svona í honum á köflum....



Já og svo í síðutu ferðinni í gær (manud.) vorum við Jói orðin svo kokkí að við ákváðum að við værum nú orðin nógu góð fyrir Freestyle brautina. Þannig að við fórum og tókum síðustu ferðina niður á fullu spani og stukkum og stukkum...

Hrikalega gaman þangað til að ég flaug á hausinn!!!! Ég lenti eitthvað svo asnalega eftir að hafa verið að taka hnén upp í einu stökkinu ...-ég veit..WHYYY???

Haldiði að ég hafi ekki stórslasað mig!!

Einhver strákur sem var á eftir mér á strökkbrettinu og lenti næstum á mér hjálpaði mér og hringdi á Ski Patrol gaurana. Þeir skíðuðu svo með mig niður og að skálanum á svona skíðaböru-sleða! Þetta var mjöööög vandræðalegt, en samt svo fyndið!!



Þannig að ég er sárþjáð ennþá í dag og komst ekki á skíði og er í strangri meðhöndlun hjá öllum. Mamma er hjá mér núna fyrir hádegi og svo er von á Jóa á vakt eftir hádegi!!

Ég kæli og vef á klukkustundafresti með þvi að háma í mig bólgueyðandi og reyni að halda halda bólgunni niðri.. Hnéð er samt alveg 3falt ennþá!

En ég skal koma búknum á skíði á morgun, allavagana á fimmtudaginn því þá eru stelpurnar komnar!!!

Við gefumst ekki upp, þótt móti blási, frá Íslandi við stöndum bara upp og skíðum meir!!!

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Komin til Aspen!

-tetta var nu meira ferdalagid!!!
Sko planid var ad fljuga til Boltimore, Chicago og svo Minnisioda og lenda tar um 11 a stadartima (5 a nottu a isl).
Tar var Olof buin ad skipuleggja heljar party fyrir okkur, svo attum vid ad eiga rolegan laugardag og fljuga svo eldsnemma a sun. morgun til Aspen.
En svona var tetta:
Flugid seinkadi um klukkutima eda svo a Islandi, tar sem eitthvad var bilad i velinni og turftum vid ad dusa i velinni tar til gert var vid.
Tar af leidandi misstum vid af velinni i Boltimore sem atti ad fara med okkur til Cicago. Ta missti eg fyrst allra tolinmaedina!
Vid vorum sidust ur flugstodvarbyggingunni tar sem tad tok ta(starfsmennina) um klukkutima ad finna annad flug handa okkur morgunin eftir tar sem teir voru haettir ad flugja. Hann fann eitthvad omurlegt flug handa okkur kvoldid daginn eftir.
Ta tok vid bidin eftir hotelbilnum sem atti ad skutla okkur a hotelid. Tad atti af ganga bill a 5 min fresti en 5 min urdu ad klukkutima bid i -20 stiga frosti. Ta missti pabbi tolinmaedina.
Hotelid var fullt tannig ad vid turftum ad fara annad. Sem var b.t.w ogedslegt reykingarhotel.
Ta var klukkan ad verda 11 (en attum vid samkvaemt planinu ad vera ad lenda hja stelpunum), vid forum a veitingarstadin sem var mjooog svo dubbius. Mamma var a tessu stigi haett ad brosa sinu kurteisislegu brosi og Joi haettur ad segja brandara (sem var reyndar agaett, tar sem brandararnir hans hofdu ekki verid uppa marga fiska).
Hringdum i Erlu syss sem hafdi verid a fullu ad reyna redda tessu og autvitad brast hun ekki frekar en fyrri dagin, og var buin ad finna flott flug fyrir okkur eftir nokkra tima.. Glaesilegt!!!!!!!!
Vid fundum gledina aftur og gatum farid ad hlaegja ad allri tessari oheppni.
Tannig ad ta endadi tetta ad vid logdum okkur i nokkra tima, keyrdum til Woshington (50 min) og flugum tadan kl. 6 um morgunin til Cicago, svo vorum lent i Minnisoda til Erlu okkar og Olafar elsku um 10 leitid.
Ta attum vid yndislega afslappandi dag, lekum vid Oskar litla hvolpinn hennar Erlu horfdum a sjonvart, bordudum. Forum i fotbolta uppi skola i einhverju bjormoti...Erla og Joi nadu ad skora glaesileg sjalfsmork hvor. Eg og Olof vorum bara nokkud godar. En samt tapadi okkar lid naumt.
Um kvoldid forum vid Joi, Erla, Wissler, Olof og allt teirra crew a sma skrall. Drullugaman eins og alltaf.
Eg rankadi svo bara vid mer i Denver, tar sem vid millilentum adur en vid komumst loks til Aspen i morgun (sun).
Og OOOOO MYYYYY GOOOOD hvad allt er flott! Shit!!! Tetta er bara eins og biomyndunum. Vid erum i svona studioibudum gedveikt kosi i svona bjalfakofa hoteli! Tad er allt i tannig stil her.. flugvollurinn var meira ad segja svona bjalkahus!
En vid logdum okkur nu loksins eftir nanast 3 solahringa voku!
Eg fera ad losna vid svimann.. buin ad vera i algeru flug-voku transi og buin ad svima meira og minna allt ferdalagid.
Nuna erum vid Joi ad fara i gongutur um Aspen torpid og leita ad veitingarstad fyrir kvoldid, vid erum med sma moral fyrir af vera ekki eins dugleg og mamma og pabbi sem skelltu ser a skidi strax i dag!
Svo er bara ad aefa sig eins og brjalaedingar adur en Erla, Wissler, Olof og Magnus maeta a svaedid a midvikudaginn!! Gustaf og Anna (storvinir mommu og pabba) koma svo i kvold med hluta af krakkana sina!
Jjjii havd lifid er ljuft!!!!
Vildi bara ad Oskar bro vaeri her lika... hann komst nattla ekkert fra atvinnumennskunni!! :(

-ok kved i bili fyrir ta sem nenntu af lesa tetta :)
Lov ju
p.s Olof og Erla mig vantar ad fylla i eydur fra garkvoldinu hehehe hringidi i pabba sima

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Gleðilegan Valentínusardag


Veit ekki alveg hvort maður eigi að haga sé öðruvísi í dag en aðra daga.

Á maður ekki alltaf að elska vini sína og félaga.

Allavegana fer ég alltaf, eins og flestir vita, eftir leikreglum og ætla ég því að henta kveðju á alla sem elska í dag!!

Ég elska sko ykkur öll :))

Ætla vona að allir taki við faðmlaginu sem ég sendi til þeirra í dag. Það er sko geðveikt nice að faðma í huganum!! :)) Viiii

Ojjj og nú má einhver æla á mig...

En verða að koma að eina sterka minningum um Valentínusardaginn..

'98 þegar Grindvíkingar uðru bikarmeistarar og allt ætlaði um koll að keyra í Grindavík City..Við Gebba fengum engann frið fyrir þáverandi "kærustum" okkar sem voru svo fullir að við urðum alveg brjál! Þeir fóru með okkur á Hard Rock eftir leikinn og ætluðu að vera voða rómó. En við Gebba vildum náttla bara drulla okkur til Grindavíkur og taka þátt í fagnaðarlátunum. Endaði með því að við náðum þeim loksins heim eftir mikið basl heim, annan dauðann og hinn í crazy skapi og misstum af öllu fjörinu. Held samt að við höfum farið á ball eftir á..man ekki alveg rest hahaha Þá spyr ég...; hverjir voru "kærastarnir"? heheh Gebba þú mátt ekki svara strax

Pálmar Sveinsson á afmæli í dag og vil ég henda á hann rembingskoss, sætastur sá!

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Sunnudags chill


Það er eitthvað svo yndislegt við sunnudaga!!
Eitthvað óútskýranlega þægilega líðandi dagur sem einkennist af hugleiðslu, mat, nautnar og rólegheitar !!
Þetta á kannski bara við þegar maður er laus við timburmenni -sem ég er enn einu sinni laus við sökum óæskilegra heilbrigðs lífernis uppá síðkastið :)
Þakka Lóu skvís fyrir heimsóknina áðan, hún verður að gera þetta oftar stelpan..
Jaa eða maður fari kannski að hreyfa á sér rassgatið sjálfur í þeim efnunum og heimsæki mann eða tvo... :)


fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Tímastress og hjúkrun

Ég get svarið það árið 2006 ætlar ekki að láta manni leiðast!
Sko ég veit varla haða dagur er eða hvað ég gerði í gær. Ég er svo stressuð þessa dagana og finnst tíminn minn versti óvinur.. alltaf þegar ég þarf að koma einhverju í verk líður tíminn fimmfalt fljótar en venjulega og ég næ aldrei að klára það sem ég byrja á!
Þetta er orðið freeekar spúkí!
Ég á svo mikið eftir að gera sem hefði helst átt að gerast í gær.
En í dag fékk ég mjööög vel þeginn frídag úr vinnunni og ég ætla svo að nýta hann!
Dagurinn byrjaði yndislega, þegar Jói vakti mig morgunmat í rúmið! haha hann hefur aldrei á okkar 6 ára kynnum gert þetta fyrr, þannig að ég varð mjög hissa. Geðveikt sætt samt! Hann er e.t.v að sýna þakklætið fyrir hjúkrunina mína síðastliðna daga!
Kallinn var nebblinlega í nefaðgerð á mánudaginn! Ekki fegrunaraðgerð eins og mér finnst svo gaman að ljúga að fólki, hendur var verið að brjóta upp í honum nefið eftir að hann nefbrotnaði fyrir um ári síðan og það hafði gróið vitlaust saman með þeim afleiðingum að hann var alltaf stíflaður, háður neserili og að bora í nefið!
En þetta var frekar mayor aðgerð því klallinn varð afmyndaður í framan og alveg að deyja. Hann var nú eiginlega með hita í gær og var alveg að deyja. Ég var alveg að fara að hringja yfir í hana Kristínu og fá hjúkrunarráð. En ég henti honum bara í heitt bað, klæddann í hrein föt, hentí hann nokkrum verkjartöflum, og lét hann svo bara sofa meðan ég lagaði til og bjó til mjög hollan og næringaríkan kvöldmat með helstu vítamínum í! Svo horfði hann á ítalska og spænska boltann og sofnaði svo. Þetta virtist hafa virkað því hann virðist öllu frískari í dag sýnist mér.
Nú er bara að koma sér í góðan gír því það eru einungis 8 daga í Aspen!!!!!
Jollleee
p.s Dreymdi svo heiftarlega skrýtið í nótt. Ingibjörg var byrjuð á pikkföstu með Nonna Sveins og voru þau að kaupa í Grindavík. Bogi og Kristín voru svo að kaupa í Grindavík líka og Gebba og Ray voru að flytja í Reykjavík. Ég böstaði einhvern veskakrimma á djamminu og skilaði öllu sem þeir stálu til fólksins! Ólöf og Erla voru að ákveða að búa alla ævi í Ameríku og mamma og pabbi voru orðin unglingar aftur og voru að hanga með krökkunum í vinnunni! W.T.F????

föstudagur, febrúar 03, 2006

Vika án tölvu

Ég er búin að vera ein heima í bænum án tölvu í viku núna! Mér finnst ég svoo út úr öllu eitthvað!! Veit ekkert hvar ég stend fjárhagslega, veit ekkert hvað ég á að lesa í fjarnáminu, veit ekkert hvað er að gerast íþróttunum. Svo svöruðu systkini mín mér ekki í útlöndunum í vikunni heldur og krefst ég útskýringar um helgina!
Hellti mér bara í lesturinn og las eins og vitlaus kona!
Fyrsta mission: Ernesto Guevara! Kláraði bókina á 2 dögum og uuuufff... þvílíkur náungi!! Hann er sá all flottasti sem á þessari jörðu hefur verið!! Og svo skemmir útlitið ekki heldur fyrir! Mér fannst ég geta sigrað heiminn eftir að hafa lesið um ævi hans!
Afhverju eru ekki framleitt svona kalla í dag??
Las svo líka með Lífið að láni, Skyndibitar fyrir Sálina, febrúarritin af: In Style, Marie Clare og Vouge.
Svo skokkaði ég dag og nótt á milli vakta í Reykjavíkinni og er farin að finna fullt af hlaupaleiðum. Skúraði íbúðina 3x í vikunni og ryksugaði 4x allt eftir að ég fann kónguló á veggnum á stærð við tennisbolta..ja svona nánast!
Skari bró er víst on his way í 2 daga heimsókn og eru mamma og pabbi að farast úr spenningi og búin að troðfylla ískáinn af öllu sem hann elskar! Er ekki viss um að þau borði neitt af þessu! haha svo sætt samt! :)
Talandi um Óskar, þá fékk ég sms frá Erlu í nótt, þar sem hún var að segja mér að Óskar hafi fengið ónæmiskast og væri uppá spítala..-Óskar í Englandi? ónæmi? Á spítala? Ég full af áhyggjum og vissi ekki hvar á mér stóð veðrið þannig að ég fór því bara aftur að sofa...
Vaknaði svo betur nokkrum klukkutímum seinna og fattaði að hún væri að tala um helvítis rakkann!! haha ok ok vonandi hefur litla skinnið það betur! kissýkiss
ummm Ólöf er bara fyndin þessa dagana!! Við elskum hana öll!!
Fór á Hostel um daginn með með Birgittu elskunni minni! Hún dró mig á þessa mynd, eins mikið krútt og hún er , er hún svo röff og algjörlega fyrir svona hryllingsmyndir!!
Át á henni hendina næstum í einu átriðinu, skeit á mig og allan pakkann meðan hún hló bara að þessu! Hrikalega góð mynd samt, helvíti góð landkynning hjá honum Óla Icelander!!
Helgin er þéttbókuð, vinna vinna vinna svo er fyrsti leikurinn minn eftir félagskiptin aftur yfir í Grindavík á sunnudaginn kl. 16 í Eigilshöll.. allir boðnir að koma á trommurnar!
hhaha auglýsingin mín var áðan í Idolinu!!-lék hlutverk í Adda Idol auglýsingunum á Nordica um daginn ..sást reyndar minnst í mig, en það er aukaatriði hahaha
Ok best að fara kíkja á Gebbu og Ray.. sá gamli á víst afmæli í dag, til hamingju..
Líka hún Elísabet Trainer (systir Arons-sem ég b.t.w hef ekki heyrt í alltof marga mánuði)
Til hamingju elskurnar mínar..eigiði góða afmælishelgi!!
Magga out..(varð að segja þetta allavegana einu sinni fyrir stelpurnar) ahahhah