Það er aldeilis sem maður er í bloglægð!
En allavegana þetta hefur gerst...
-við mamma mættum saman á kvennafrídeginum og örkuðum með kynsystrum okkar öskrandi "áfram stelpur" og svo þrefalt klapp, haha við hlógum nú meira en lítið af sjálfum okkum!
Þarna tók ég líka eftir einstökum hæfileika móður minnar, sem tók mig í aðra nösina í troðningi!!
Réð hana á staðnum að koma með mér á alla bari í down town Reykjavík á laugardagskvöldum!!
-Fékk Gebbu og Bríeti í heimsókn á miðvikudaginn síðasta þar sem ég bauð þeim í hádegismat, súpu og brauð. Svo fór ég að lappa uppá nýju mömmuna, dundaði mér að kreita á henni fæturnar með frenchi, demöntum og alles, bauð uppá te og snúða í kaffinu eftir að þær vöknuðu, gaman að fá þær í heimsók.. bara sofið!! haha en þær voru svo sætar! Svo bættist Ingibjörg við í kvöldmatinn þar sem Jói sá um að elda fyrir okkur stelpurnar og smakkaðist Dóminósið mjög vel eins og svo oft áður...
-Við vinkonurnar erum að fara hægt af stað með saumaklúbb á netinu, og verður þetta svona síða til að halda hópinn þar sem við erum orðnar frekar langt í burtu frá hvorri annari og sáum að þetta gengi ekki lengur!!
Á þessari síðu verða öll okkar plön, draumar, kjaftasögur og síðan munu við með tímanum koma með góð ráð til hvor annara á því sviði sem við erum bestar í, þ.e.a.s...
Gebba= Hár og tíska
Magga= Beauty & make up
Ingibjörg= Diet and spend it
Ólöf= Heimshornin á milli
Dúna= Fræðslubankinn
en þessi síða mun vera
www.blog.central.is/5some-Óskar elskulegasti bróðir kom heim yfir helgina og var það náttla bara snilld! Strákurinn skemmti sér víst alltof vel!! Ekki frá því að maður sakni hans enn meir eftir að hann fór!!:( P.s svo er hann búinn að pumpa frekar mikið og bara orðinn massi!! Ekki eiga tjellingarnar eftir að fækka í símaskránni hjá stráknum eftir þessa heimkomu :) hehe
-Mamma var svo spennt að fá strákinn heim að hún kallaði alla fjölkylduna i hitting, og þa bara var stappað á Efstahrauninu, þar sem Pálli Hreinn var án efa maður dagsins þar sem hann bauð öllum á snósleðann sinn, þar á meðal mér og er alls ekki frá því að hann uppáhaldsfrændi minn hafi reynt að drepa mig!! En svo fékk mín að taka í sleðann og þá var ég kannski ekkert skárri, velti honum næstum þegar adrenalínið fóru uppúr öllu valdi.. sssssshhhiiiiit hvað þetta var gaaaaaman!!!
-Galvaski staff hópurinn á Nordica Spa var með rosalegt '80 party á Thorvaldsen síðastliðinn laugardar þar sem eintóm hamingja réði ríkjum, dýrindis kræsingar í föstu og fljótandi formi í tonnavís, hent okkur í karioki og haldiði að ég hafi ekki látið plata mig í að syngja lagið Bootylisius með henni Birgittu minni! Uufff það sem maður lendir ekki í!!
Kvöldið endaði með HRRIIIKALEGA skemmtilegu Sálarballi, mín enn í '80 fötunum og nokk sama! (p.s þakka Valgerði innilega fyrir outfittið)
Það sem stóð hvað mest uppúr var þegar Logi dró mig baksviðs að spjalla við Stebba félaga (umm Dúna þú hefðir átt að vera hérna!! ) og svo náttla þegar að Jói stóðst ekki "Dress kodið" á Thorvaldsen og fór í fýlu!! hahahahah Og svo kannski söngurinn dansinn og allur hláturinn!!!
Massakvöld!! :)))
Já það hefur kannski verið doldið mikið að gera og ekki hefur manni nú leiðst!
En óggeslega gaman að hitta ykkur öll :)))
(hafði t.d ekki séð Golla litla í 1 og 1/2 mánuð!!!)
Erla og Ólöf ykkar var sárt saknað!!