WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAAAMMEE AND I'M OH SO GLAD YOU CAAAMMEE... -YOU WANNA BE WERE EVERYBODY KNOWS YOUR NAME

þriðjudagur, maí 31, 2005

Hellúú

Já haldiði að strækerinn í mér sé ekki vaknaður af löngum dvala...
Kepptum á föstudaginn unnum 10-1 í bikarnum á móti Víði...
Kjella setti eitt....
Kepptum svo aftur í gær og unnum 6-0 í deildinni á móti Þrótti...
-kjella setti 2!!!!!!!!!!
Nú er bara komin pressa á mann að setja þrennu í næsta leik sem er á mánudaginn!!
Úffa, shit hvað þetta er gaman, ekki frá því að pæjumótsgræðgin sé komin í mig eins og þegar ég var markahæst á Pepsi pæjumótinu í eyjum!
Allavegna drullugaman að þessu!!!!
Spjaldareikningurinn minn opnaðist víst líka á mánudaginn.. -fékk gula...-FYRIR KJAFT!!!!!
Gerði ekkert af mér.. eina sem ég gerði var að neita einhverjum óþolandi mótherja um að senda boltann til þeirra!
Hva það er ekki í mínum verkahring að vera boltasækir fyrir þær..
var nebbla þannig að þegar að ég misstu hann út fyrir endalínuna og þær áttu útspark skildi ég bara boltann eftir hjá hornfánanum... einhver pjása bað mig frekjulega og mjög tapsárlega að koma með boltann, þá sagði ég bara í sakleysi mínu..."ertu þroskaheft, náðu bara í hann sjálf!!"
Og ekkert meir.. þær tóku útspark og eftir 5 mínutur kallaði línuvörðurinn á dómarann og tjattaði eitthvað við hann.. svo kom dómarinn til mín spurði hvort ég væri nr. 3 .. -reyndi að ljúga um að það væri ekki ég ... en þá veifaði hann bara gula spjaldinu í mig og sagði svo eftir nett kast hjá mér að ég hafi verið að vanvirða hitt liðið!!!
Þvílík della!!! Bara fyndið... sumir dómarar eru bara skömm fyrir þessa annars æðislegu íþrótt!!!

Allavegna átti góða helgi sem einkenndist af stúdentsveislu, námskeiði fra 9-17 lau og sun. út að borða með þessum elskum á lau.kvöld.....



Lov u guys

Og svo bara svo ánægð en svo spæld að hafa misst af fyrsta sigri okkar Grindvíkinga í sumar!!
Nú er þetta komið!!!!

En næst á dagskrá er bara að troða upp á Brodway um Sjómannadagshelgina...
Dansa og svona, vorum einmitt á æfingu áðan...búin á því í öklunum eftir alla snúningana!

Svo bara afmæli hjá Vísi og mexicó í næstu viku!!!
What a life i'm living!!!

Hafiði það gott....

föstudagur, maí 27, 2005

Welcome to Iceland :-/

Vaknaði skemmtilega mygluð í morgun við það að Erla nokkur Ósk var að tala ensku..
fattaði þá að mamma hefur náð í þau á flugvöllinn í morgun, Erlu og Wissler sem mun vera kærasti hennar og þar að leiðandi framtíðar mágur minn.
Ólöf var ekki í rúminu (ég sef sko alltaf til fóta hjá henni.. er eitthvað mirkfælin þessa dagana haha) þannig að hún var farin líka til að ná í tvær vínkonur sínar sem komu með sömu vél og Erla og ætla að spila með okkur í Fjölni í sumar og skutlaði þeim uppá Þórsgötu.

Já þannig að nú standa málin þannig að ég er flutt enn eina ferðina heim til Grindavíkur. Erla og Wissler í næsta herbergi og Meghan og Annie í minni elskulegu íbúð í Reykjavík.
Þá fer maður að hugsa.. allt fullt af útlendingum.
Magga þarf að fara að tala ensku!!!!
Neeeeeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Sko ekkert á móti því en málið er að ég tala ekki góða ensku. Ég stama ég er ekkert fyndin og ég lít út fyrir að vera nautheimsk!
Hefði verið gott að geta skýlt sig bak við eitthvað.. en nei nú get ég bara hvergi falið mig.

En maður tekur þessu víst með þegandi þögninni... í orðsins fyllstu!
(uhhumm kannski ekki í gær, barðist til einskis og tapaði feitt)
Þegi bara og læt fara lítið fyrir mér!

Verður fyndið að sjá útlendingana sjá ísland! Mér skilst Erla og ólöf vera búin að lofa landið svo mikið þarna úti að útlendingum fjölgar um 20 ár hvert..
Spurning um að gefa þeim prósentur...

Annars yndislega gaman að fá Erlu heim!!
Vill nota tækifærið og óska Bjöggu frænku til hamingju með útskriftina í dag.. verst að geta ekki misst sig með þér, þar sem maður er að fara að keppa í kvöld og svo aftur á mánudaginn, því er algert áfengisbann!!
Ekki frá því að maður verður þyrstari þegar maður má ekki drekka!
Það er svooo gaman að brjóta reglur hehe

miðvikudagur, maí 25, 2005

W.T.F

Ahverju verður maður ekki bara strax saddur eftir að hafa stungið einhverju uppí sig?
Ég er bara nýbúin að komast að því að ég verð ekki södd fyrr en hálftíma of seint!!
Segjum að ég sé geðeikt svöng, ákveð að fá mér kexköku, borða hana og er ennþá svöng!
Þá fær maður sér þar til loksins maður er orðinn saddur!
En hva gerist þá... jú svo verður maður alltaf saddari og saddari eftir því sem tímanum líður.. alltí einu verður maður saddur af fystu kexkökunni og svo annari svo þriðju svo fjórðu...
Svo áður en maður veit af getur maður ekki hreyft legg né lið af ofáti!!!
Shit afhverju tók það mig 22 ár að komast að þessu??

Annað sem hef fyrst lært á 23 aldusári!:

Að það er dýrt að hringja...
Aflaverðmæti fiska...
Að kasta flugu...
Að blogga...
Að lesa "Úr verinu"...
Að þola ekki Hverfis...
Að karlmenn hafa ekki alltaf rétt fyrir sér...
og nú seinasta sem er algjör sjokker:
-Maður fær meiri orku yfir vikuna ef maður sleppur áfengi um helgina...


Nákvæmlega...!!
Aldrei fattað það áður...

Verða að fara að hætta þessu, er að deyja í upphandleggnum..æ það sparkaði hestur í mig!
Doldið bólgin...

þriðjudagur, maí 24, 2005

Anítu- og Hávarðarson alltof sætur

Margeir Kristinn Hávarðarson...



Sjáiði prinsinn...




Hann er svoooo sætur!!
Og svo er hann svo góður, akkurat þegar við ruddumst öll spennt inná spítala í gær var pjakkurinn bara vakandi og passa sig að vera sætur!
Vorum þar í góðan tíma og hann sofnaði aldrei!!
Magnaður!! Svo var hann ekkert að gráta heldur, smá þegar hann sá okkur fyrst, eins og kannski eðlilegt er, en sjokkið var fljótt að fara og hann bara að rembast við að finna brosið sitt í öllum þessum nýju hreyfingum sem hann á allt i einu að geta stjórnað!! -en ekkert mál kallinn minn, gef þér þá 2 daga í viðbót!! ;)

Annars eru þessi pínulitlu kríli (segi samt kannski ekki alveg pínulitill þessi) svo fyndin þegar þau eru svona að læra inná þennan heim, Hávarðarson var svo forvitinn og barðist við að fylgjast með öllum! Úllaði á mig eins og hann fengi borga fyrir það og hélt svo höndunum sínum saman eins og einhver proffi!! haha yndislegur!
Hann er mjög líkur pabba sínum en svo er hann líka líkur Kristínu stórusystur sinni, og kannski smá mömmu sinni, annars finnst einhverjum hann líkur Gústa, einhverjum Ingólfi og sumum Kristínu ömmu, en mér finnst hann líka hafa verið líkur mér!! :)

En allavegna til hamingju með hann Aníta, Hæi og Kristín


Bestu kveðjur Magga nýbakaða súperfrænka með fallega nafnið sem auðveldlega er hægt að breyta í strákanafn!! Skál :)

mánudagur, maí 23, 2005

VELKOMINN Í HEIMINN FRÆNDI



Aníta og Hæi eignuðust son í nótt!!!

Amma Magga afmæli í dag og allt!
Fjölskyldan að missa mig úr spenningi, strákurinn bara að chilla úppá spítala og bíður eftir að kynnast öllum!!
Bara 6 klukkutímar í að við tvibbarnir brunum uppí Keflavík og fáum að knúsa hann!!
Algjör nagli sem mætti fashionably late og skilur ekkert í óþreyjunni í öllum!!
Ég óska yndislegustu míní fjölskyldunni, Anítu, Hæja og Kristínu litlu sem vildi reyndar bara systur, til hamingju með prinsinn...-á hann ekki að heita Margeir Kristinn annars?
Tek milljón myndir og kannski mar fái að skella nokkrum inn í kvöld...

Ég sem sagt óska heiminum til hamingju með nýjan einstakling og megi Aníta og Hæi vera þolinmóð með æsinginn í okkur!!

Kissí kiss elskurnar

fimmtudagur, maí 19, 2005

SHÆTURINN

Já þá-er-þa-á-kve-ðið!!!



..skal það vera!!!

Hahaha gerðum okkur lítið fyrir og borguðum ferðina í dag uppá krónu og enginn mölli á að hætta við núna!!
Búin að fá frí í vinnunni, í boltanum og blessun frá gömlu!
Jiiii verður magnað!!!
Ætla að fá mér fullt af tattúum, dredda í hárið og pírsinga í hrönnum!
Eigum bara eftir að velja milli 2 hótela, sem eru hvorug af verri endanum!
Allt innifalið, matur, skemmtun og drykkir að vild og svo kennt í mexíkanskri matargerð, karabískir danstímar, danskeppni (sem ég ætla mér að vinna) keppt í strandablaki, þemakvöld, seglbretti, vatnapóló bara nefndu það!
Ef þetta er ekki drauma ferðin WUHUUUUU

Annars er undankeppni í Eurovision í kvöld, spenníspenn!
Spá í að elda og hafa dekurkvöld fyrir átök helgarinnar!
Og brúnkukrem og naglaskraut verður tekið fyrir..

Svo eitt..... -ég heyrði það að það sé bara verið að tala um hva ég er alltaf á djamminu í heitupottunum í laugardalnum!!! W.T.F???
Haha, kannast ekkert við það...
ég var mikið mikið og aðeins meira dugleg en það um daginn en alltí einu fullorðnaðist ég og hef verið uppá síðkastið vandræðalega dönnuð!!
Sammála einhver??
Það segir allavegna Lafan sem er að taka við að mér í öllu sem við kemur skemmtunum og hösli!!

Er farinn á Amsterdam...GROUP HUG!!!!!

mánudagur, maí 16, 2005

Tapsár Grindvíkingur í húð og hár..

Váá ég krauma alveg inní mér..
var að horfa á Valur-Grindavík í Fótboltakvöldi!!!
Ohh hvað það tekur á sálina að tapa!
Fór á leikinn sem var samt gaman og sumarið kom beint í æð í hrópum og köllum!
3 fokking 1! Dómarinn ekki í lagi! Ekki það að hann hafi tapað leiknum fyrir okkur en hann hjálpaði helvítis Valsörunum helling! Svo þegar hann dæmdi aukaspyrnu á Magga Þorsteins eftir að brotið var á HONUM inní teyg og við átt að fá víti, þá fyrst gerði hann sig að hálvita aumingja maðurinn! Hver gefur þessum mönnum dómararéttindin!
Grindavíkurliðið á smá slípingu eftir til að geta unnið leiki!! Annars hef ég trú á strákunum!
Allavegna finnst mér ömurlegt að tapa og glatað að þurfa að borga 1200 kall á leik þar sem ekki er stúka! Eiga ekki öll úrvaldsdeilarlið að bjóða uppá stúku?? Allavegna ef ekki, þá verður að lækka miðaverðið!! Hálvitar..
Guð það er eins og tapsári köslki sé að lifna við inní mér, bíð ekki í ef við í Fjölni töpum í sumar, samt er aldrei eins og þegar Grindavík tapar! Þoli það ekki í lífinu heiminum!!

Ok so bara spræk eftir helgina, yndisleg ferð uppá Snæfelsnes, krafturinn undir jökli gerir kraftaverk fyrir sálina.. Fórum í kraft-miðnæturgöngu, gufu, borðuðum yndislegan mat og var út i garði að æfa mig að kasta flugu eins og vitlaus kona. Pabbi og Siggi á fullu að kenna mér og leiðbeina.. Pabbi svo stolt af stelpunni sem er svoo fædd í þetta og náði köstunum bæði á einhenta og tvíhenta stöng trek í trek!! Bring it on...
Svo bara að fara með Aroni í veiði, Pabba og öllum öðrum sem eru game!!
Get ekki beeeðið!! :)

Kom í bæinn, út að borða með Ingibjörgu og Löfunni á Ítalíu, alltaf jafn gott og gaman. Mikið hlegið að misheppninni í okkur og fengið sér smá í aðra tánna svo farið á Arann, Prikið og Hverfis!
Svoooo gaman að hitta Lindu og Ernu sætustu og skemmtilegurstu! Hulda og Agnes í stuði sem og spænksustelpurnar og Grindavíkur peyjarnir!!
Silla fær five fyrir að spurja gaur hvort hann væri á föstu "fyrir mig" sem var svo bara algjör glati á endanumi! Svo var bara augnsamband og blikk frá honum sem eftir lifði kvölds... yes!! hahah svona er maður alltaf jafnheppin!!

En annars er ég ekki að leita...
-svo það sé á hreinu!

En ok, Ingibjörg átti samt kvöldið og þverfótaði ekki fyrir tilboðum í kúr!
Stelpan er bara svoooo sæt!!!

Ok Lost að byrja og til í að poppa og drekka kók til ég sofna!!
Catch you on the flipside guys

föstudagur, maí 13, 2005

Freaky Friday

Skari komin heim af spítalanum!!
Er búin að liggja í kasti að krakkanum!
Mamma sendi mér sms strax og hann vaknaði og sagði að hann væri að gera útaf við hana..
Hann vaknaði víst eins og hann væri á eyrunum, sá pabba og tönglaði út úr sér "bleeeeeessaður"
svo steinsofnaði hann aftur, þau í kasti, vaknaði svo aftur, leit á hæri höndina; hún í gipsi leit á vinstri; hún með slöngur og læti í æð þar, horfði upp í loft og dæsti þöglumæltur, "oh bundin á BÁÐUM höndum", datt svo út og hélt áfram að sofa, mamma farin að grenja úr hlátri!!
Ji ég varð bara að bruna til að hlæja aðeins með þeim...
Var hjá pjakknum í 45 mín, og þá skildi ég kannski ástandið á honum, það var dælt í hann lyfjum, hann fékk 2 skammta af einhverjum viðbóði á þessum stutta tíma semég var þarna..
Honum virtist samt bara líða vel sko.. haha

Keflvikingar fengu góðan og kannski verskuldaðann "slap in the face" þegar að Gaui Þorða gerði sér lítið fyrir og hætti í dag!!
Rúnar hefði átt að spara yfirlýsingarnar við samningsborðið!!-en honum þökkum við víst fyrir að hlífa okkur frá honum!
Sá hlær best sem síðast hlær...
mhuhahahahahhaha!!!
(annars samhryggist ég öllum leikmönnum liðsins, þeir eiga þetta ekki skilið!)

Annars er föstudagurinn 13. ég bíð bara eftir einhverjum heimsenda!! Einhverri spennu a.m.k!!
Ætla að sofna strax eftir æfingu í kvöld, fara svo uppá jökul á lau (kannski frekar niðrí bæ, mar veit aldrei), svo var Agnes skipulagsdjammari ekki lengi að plana skemmtilegt sunnudagskvöld eftir að hún komst að því að hún þurfti að vinna um helgina.
Ætli það kvöld endi ekki í Kef City á Á.M.S á Traffic!
Mar verður nú að gefa þeim klapp á bakið eftir áfall dagsins og styrkja þá með bjórþambi, fer ekki annars ágóðinn af sölu drykkja í næsta þjálfara?

Segið svo að ég sé ekki með með tilfinningar...

fimmtudagur, maí 12, 2005

Gult og BLÁTT

Fótboltinn að gera út af við mig.. kannski ég líka!!
Hleyp eins og skepna til að koma mér í form,var kannski heldur bjartsýn að byrja undirbúningstímabilið mitt í apríl!
En mikið askoti er gaman í boltanum, trúi ekki að ég hafi tekið mér 2 ára pásu eða var það 3 ár!
Hva ERTeiginlega að huxa (hálvitinn þinn)!!!
En djöfull skal ég skora í sumar! Á allskonar mörk hehe

En Íslandsmótið nálgast óðfluga, mánudaginn skal ég standa í ræfilslegu stúku Valsmanna vel skreytt gulu og bláu og hvetja mína menn til sigurs!!
Skora á alla að koma skrautlega og skilja grindvísku drulluhalana heima sem öskra niðrandi orðum á sína leikmenn ef þeir klúðra sendingu!!
Bara: áfram , laglegt, kemur, ciampione-ciampione, og það var Óli og það var Óli ole ole oleoleole..
oh ég fæ í magann við tilhugsunina að fara á leiki!!

En svo er bara að velja sér umdeilda bók til að lesa uppá jöklum þar sem ég fer yfir Hvítasunnuhelgina! Einhverjar hugmyndir? Pant leigja snjósleða og gera allt crazy!

ókey gleðilegt Desperet Houswifes/kaffihúsa kvöld!

þriðjudagur, maí 10, 2005

Mehíííccóó AJ AJ AJ

Sælir,
góður dagur einkenndist af þreytu og Mehííícó tilhlökkun, mikið rætt við tilvonandi ferðafélaga til að hlæja, skipuleggja og peppa hvort annað upp um að dæmið sé í raun alls ekki dýrt!
Svona í alvöru hva kostar þetta??
Sko erum komin á það ef við tökum saman allt sem við myndum hvort sem er eyða hér heima, þá kostar þessi ferð um 30-50 þús, þá er tekinn peningur sem maður myndi eyða í bíó, mat, djamm bensín, blóm fyrir mömmu, spilakassaseðlar, nammi og vidieospolur í 2 vikur, og við gerum ráð fyrir að detta í það báða daga, báðar helgar, 3x misst sig í kassanum og stóran blómvönd fyrir mömmu svona sem yrði mjög líklegt að við myndum gera ef við færum ekkert.. uhumm þannig það má alveg segja að þetta borgi sig bara.... e haggi?

Ég er að verða alltof spennt!
-en sko ég sém hélt að ég ætti met í að verða spennt, en nei þá er ég bara aumingi við hlið Löfunnar!
Sú er að missa sig.. hún hættir ekki að segja mér og bara öllum frá þessum blessuðu Maya indjánum, og nú er ég orðin uppfull af óþarfa vitneskju, takk Ólöf!
Ekki nóg með það heldur öskrar hún allaf inná milli annað hvort MEEEHÍÍÍÍCÓÓ.....FAHÍÍÍTAAS....eða AJJJJ AJJJJ AJJJ
Toppaði þetta svo þegar hún tróð uppí mig hálfum mangó rétt áður en við fórum í vinnuna og sagði að svona borða alltaf allir mexikönsku indjánarnir brosti svo með sín stóru augu og borðaði sinn helming!!

hahah hvernig verður hún eiginlega þegar við lendum??
Ég bara vona að hún sleppi HUGE Indjánahattinum sem hún kom heim með frá Ecvador!!
En einhvernveginn tel ég það ólíklegt...damn

Kveð með flottasta lagi í heimi...
Beverly Hills thats were I want to beeeee..Living in Beverly Hills (Weezer)

mánudagur, maí 09, 2005

Mánudagur til mæðu....-og fæðu - uhumm!!!

Drulluðum á bitann í leiknum í gær.. ræðum það ekkert frekar!!
Gerði nokkuð í dag sem ég er afae stolt af, eitt skref í átt að hamingjusamlegri framtíð!!
Mexicó ferð á alvarlegu skipulagsstigi!!
Hreyfði mig ekkert í dag, belgískur bömmer..
-fór í staðinn í dýrinindiskvöldverð hjá Ólöfu Dagnýju megafrænku Sigga sæta sem er miklu betri kokkur en Jói fel (að sögn Lindu) og öllum stelpunum, mömmu, ömmu þrífætta kettinum og öllu dótinu sem við Lafan misstum okkur í (gerði fiskifléttur í allar barbídúkkurnar!! Drulluflottar!!).
Var hrikalega gaman, allir að keppast við að tala, fékk flashback frá matartímunum hjá fjölskyldunni minni Fazio á sikiley '98!!
Annars er ég afvelta af kókosbolluáti með mömmu og Ólöfu yfir Lost í eftir rétt hér í Grindó!!
Oj bara, það sem ég ætla að vakna kl. 6 á morgun og brenna í 2 klst. fyrir vinnu!!
Þetta var svakalegur pilludagur hjá okkur mæðgum.... úffa

Er með harðsperrur dauðans í rassinum og vakna pottþétt með sinadrátt í kálfanum í nótt eða fyrramálið eins og svo alltof oft!!
(ætti bara að vera ánægð með að fá einhvern drátt eins og Jón Óli coach sagði alltof oft!! )

Svo má hún Aníta alveg fara að koma með krakkann í bumbunni sinni bráðlega, barnið er orðið fashionably late!!!! Stjarna þar á ferð án efa...

Þið megiði svo bara anda og njóta ferðarinnar í rússibana lífsins!!! Pís

laugardagur, maí 07, 2005

Miss eirðalaus á laugardagskvöldi!!

Já Vísir, elsku Vísir


Hér mætti ég galvösk kl 7:30 í morgun (eða so til, var frekar súr svona til að byrja með...-eða til kl.15) og púlaði mig heldur betur út í fiskinum, hugsaði þetta eins og work out, tipps sem ég fékk frá Löfunni sem finnst þetta alltaf sooo gaman! (Gúú gúú, gúú gú)
Hér vinn ég annars á skrifstofunni alla virka daga frá 8-16!
Mjög fínt með topp staff..skilyrðin eru að vera undir kjörþyngd og looka georgeus alla daga..uhhumm!!
Þetta eru náttla, éééég, Margrét kyrrahafsskutla, Aníta sumarljómi, Ástrún hlátursfagra, Maja þokkagyðja, Lafa sílikonbomba og Águsta mömmuskrifstofudrottnigin!!

Þetts er fjölskyldufyrirtækið og hér byrjuðu hörðustu barnabörn afa að vinna í síðasta lagi í 7.bekk, þar með ég og Ólöf!! Höfum unnið okkur upp um stöður síðustu 10 ár og erum eins og áður sagði á skrifstofunni núna.. gefum okkur 10 ár til viðbótar til að komast í stjórn Vísis, breyta þá aðeins áherslunum og gerum þetta að snyrti-beauty-gallerý Vísis (ég og mamma sjáum þá aðalega um markaðs og sölumál) takk fyrir takk!!!

En núna til að bæta líðan minn og línurnar að sjálfögðu er ég á leiðinni upp í sjöppu að kaupa lakkrísrör (er víst gott fyrir meltinguna), og appelsín horfa svo á Miss Congeniality með la fam!!

Skrítð að vera komin í boltann aftur og geta ekki dottið í það anytime...
Leikur á morgun nebbla og éééééég að spila...hahaha hlakka til en verður ef til vill fyndið , hef ekki spilan heilan fótboltaleik í 2 ár!!!
Allir að koma á völlinn, kl.19 í Eigilshöll... á móti ÍA, "rökum þessar píkur"!!! (höf.Söru kjaftforu Ómarsdóttir)

see yaa lovelies

föstudagur, maí 06, 2005

Hahahah

..frábært hár..Mannstekkieftir mér..
..hvar ertu búnað vera öll þessi ár!!!


Djöfull er mar að verða drullu klár!!!

Þetta var algjör prufa og tóks í fyrstu!!!
Annars vorum við Lafan flottar út í Isspiss!!

miðvikudagur, maí 04, 2005

Ég sé...ég sé blátt reiðhjól....lásinn er inn út, inn inn út!!!

Hvernig stendur á að ég fái blóðnasir 2 á dag bara allt í einu??
Spúkí...
Spekingar komið með kenningar!!

Farinn að vilja fara til miðils aftur...
Búin að týna spólunni frá því síðast og man ekki hva var sagt..
En þetta er sooo magnað og spennandi, fáranlegt að vita ekki heldur hvort maður eigi að trúa þessu í alvöru eða bara fara uppá gamnið...
Man þegar ég þurfti að leggja mig alla fram við að verja Þórhall á stöð 2, þegar Jói og Aron voru í því að drulla yfir þetta!!!

hef þá kenningu ef eitthvað stemmi ekki skilur viðkomandi ekki alveg eða miðillinn kom því ekki nógu skýrt frá sér.. það er jú heill heimur á milli þeirra, þannig að hann getur ekki heyrt vel í þeim!!

Annars langar mig til Mexicó!!!!
Vinna í lóttói!!
Og kaupa mér svona þýskan löggu Rex hund!!

Catch you on the flip side!!!

mánudagur, maí 02, 2005

Isspiss myndir

sko kellu..
flott á því með nýja myndavél og töffaraheit!!

Ný geta djammrar farið að vara sig...
því magga stína er að fara búa sig..
undir leik..
undir leik..
já undir leik!!

Verða alltaf og alltaf með myndavél núna!!
Tek við af Gústu frænku í sverge þar sem hún er aldrei á landinu til að geta staðið sig í þessum bransa!!

My goooosshhhh your a sexy little fing!!! :-x

Brady-bunch Isspissmyndir hér til hliðar...

sunnudagur, maí 01, 2005

Ipswich town story

Gaaaaman hjá mér um helgina!!!!
Skruppum frá landi ísins til lands englanna!!
Ástæðan: sjá hvar Skari bró mun búa næstu 3 árin!!
Ferðin: Flugum út (við Lafan) ásamt Óskari, Birni Orra (Fylkis fyr sem var að skrifa undir líka), foreldrum hans, umboðsmanninum Gulla og konunni hans!
Tekið var á móti okkur á vel merktri Ipswich rútu, við Ólöf so spenntar fyrir vinstri umferðinni að við fengum báðar að sitja fram í!! Vorum komin á Hótelið um 11 leitið, þar tóku mamma og pabbi á móti okkur sem höfðu komið frá Brussel fyrr um daginn!Náðum að klessa rútuna við komuna á Hótelið..hehe pínu fyndið...
So var fengið sér smá hressingu í setustofunni fyrir svefninn. Við Ólöf vorum svo spenntar fyrir helginni að við fórum bara uppá herbergi snemma til að ná þreytunni úr okkur..
Dagur 1: Vöknuðum við einhvað djöfulsins óhljóð.. Einhvað bíb frá reykskynjaranum inni hjá okkur, heiftarleg hátt!!
Fyrstu viðbrögð Ólafar að stökkva upp með kodda til að bæla niður lætin so við myndum nú ekki vekja aðra gesti..
Ég pollróleg með skýringuna á hreinu að þetta væri viðvörun á að það væri að verða loftlaust herbergið.. opnaði gluggan og fór að sveifla sænginni í átt að glugganum til að fá nýtt loft inn.. að sjálfsögðu virkaði það og óhljóðin hættu.. héldum áfram að sofa og vöknuðum svo við sólina og fuglasönginn úti.. hoppuðum í föt og fórum í göngutúr!
Hittum mömmu í "English breakfast" Óskar og Pabbi á æfingu..
við mæðgur pikkuðum Erlu syss á einhveri lestarstöð !!(hún flaug frá Bandaríkjunum)
Niðrí miðbæ, hittum Pabba og Óskar þar, famelý lunch (6-united gerist ekki oft)! Mikið gaman..
Verslað og hlegið.. cheers mate!!
Við systur út að borða um kvöldið og á næturklúbb meðan mamma og pabbi voru í welcome veislu með Óskari hjá liðinu!
Hrikalega fyndið...danskeppni þar sem ég tapaði feitt fyrir R&B drottningu vestursins og salsa lolípoppum frá suðrinu!!
Dagur 2: English breakfast, þar sem ég missti mig og ógleði einkenndi þennan dag..
(Reyndar var þetta einn sá misheppnasti dagur minn í mörg ár!!
Ofát í morgunmat, hvítt í nefi (leifar af maska sem ég setti á mig um morguninn sko...) , misstigið sig, strætó brjálaður út í mig fyrir að hafa næstum drepið mig, kall sem sá þetta skammaði mig, misheppnað snýt, og bara asnaleg í gegn)
Fótbolti út í eitt.. horft á 18 ára liðið (sem Skari mun spila með) vinna Arsenal 1-0, 8 ára pjakka á æfingu sem létu mann velta fyrir sér hva mar hefur verið að gera í boltanum öll þessi ár...
Ipswich - Crewe 5-1 bara gaman!
Dressað sig upp, dinner á Hótelinu og so down town Ipswich!!
Dagur 3: Vaknað, passaði mig núna á English breakfastinu, smábátahöfn með Íslendingunum, fáranlega gott veður, sest niður í drykki, rölt meira, og svo borðað öll saman á Pizza Hut!
Mikið hlegið og gaman..
Komið til Íslands um 23!!
Magnað hva var gaman í flugvélinni líka...
...eeeertu hrædd við MÖÖÖÖÖÖMMMMU ÞÍNA!!!!!!!!!!!!!!

Takk mamma og pabbi fyrir skemmtilega ferð,
allir samveruvinir takktakk, voruð mögnuð!!
Setningar helgarinnar:
Lets make like tree and leaf!!
Are you finishd' ? Nó æm æslandik!!
Stundum er bara betra að senda SMS
Maður hleypur út ef að reykskynjarinn byrjar!!
Þú ert tiltölulega heill miðað við svona systur!!
Cheers geysers!!!