Hellúú
Já haldiði að strækerinn í mér sé ekki vaknaður af löngum dvala...
Kepptum á föstudaginn unnum 10-1 í bikarnum á móti Víði...
Kjella setti eitt....
Kepptum svo aftur í gær og unnum 6-0 í deildinni á móti Þrótti...
-kjella setti 2!!!!!!!!!!
Nú er bara komin pressa á mann að setja þrennu í næsta leik sem er á mánudaginn!!
Úffa, shit hvað þetta er gaman, ekki frá því að pæjumótsgræðgin sé komin í mig eins og þegar ég var markahæst á Pepsi pæjumótinu í eyjum!
Allavegna drullugaman að þessu!!!!
Spjaldareikningurinn minn opnaðist víst líka á mánudaginn.. -fékk gula...-FYRIR KJAFT!!!!!
Gerði ekkert af mér.. eina sem ég gerði var að neita einhverjum óþolandi mótherja um að senda boltann til þeirra!
Hva það er ekki í mínum verkahring að vera boltasækir fyrir þær..
var nebbla þannig að þegar að ég misstu hann út fyrir endalínuna og þær áttu útspark skildi ég bara boltann eftir hjá hornfánanum... einhver pjása bað mig frekjulega og mjög tapsárlega að koma með boltann, þá sagði ég bara í sakleysi mínu..."ertu þroskaheft, náðu bara í hann sjálf!!"
Og ekkert meir.. þær tóku útspark og eftir 5 mínutur kallaði línuvörðurinn á dómarann og tjattaði eitthvað við hann.. svo kom dómarinn til mín spurði hvort ég væri nr. 3 .. -reyndi að ljúga um að það væri ekki ég ... en þá veifaði hann bara gula spjaldinu í mig og sagði svo eftir nett kast hjá mér að ég hafi verið að vanvirða hitt liðið!!!
Þvílík della!!! Bara fyndið... sumir dómarar eru bara skömm fyrir þessa annars æðislegu íþrótt!!!
Allavegna átti góða helgi sem einkenndist af stúdentsveislu, námskeiði fra 9-17 lau og sun. út að borða með þessum elskum á lau.kvöld.....
Lov u guys
Og svo bara svo ánægð en svo spæld að hafa misst af fyrsta sigri okkar Grindvíkinga í sumar!!
Nú er þetta komið!!!!
En næst á dagskrá er bara að troða upp á Brodway um Sjómannadagshelgina...
Dansa og svona, vorum einmitt á æfingu áðan...búin á því í öklunum eftir alla snúningana!
Svo bara afmæli hjá Vísi og mexicó í næstu viku!!!
What a life i'm living!!!
Hafiði það gott....